Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 59

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 59
Kirkjuritið. Safnaðarblöð. í erindi ])vi um safnaðarfræðslu, er ég flutti á almenna kirkju- fundinum 1935 og birt er í „Kirkjuritinu“ sama ár, segii svo. »»Ég hugsa mér jafnvel, aS sumstaðar gæfu prestar og safn- aðarfræðendur út fjölritað blað — safnaðarblað* . Þegai þessi orð voru töluð, hafði ég lítið annað en erlenda reynslu við að styðjast, og út frá henni ályktaði ég, að „þannig gæti lifandi samband myndast milli presta og safnaða“. En síðan þá hefii hér fengist dálítil reynsla í þessum cfnum, og vil ég þvi verða við tilmælum Ivirkjurits um að skýra dálítið frá henni og staifs- háttum vorum, i von um, að eitthvað gagn megi af hljótast. Það var fyrst á árunum 1929—1934, að sálmar voru nokkui- um sinnum fjölritaðir hér til notkunar við guðsþjónustur safn- aðarins. Var þeim jafnan úthýtt i messubyrjun, og fór svo hver kirkjugestur með eintak sitt heim til sín að lokinni messu. Þess- ari nýbreytni var mjög vel tekið af safnaðarfólkinu. Það reyndist lika svo, að þetta liafði örfandi áhrif á safnaðarsönginn. Fjöl- ritaði sálmurinn var sunginn af langtum fleirum en hinir sálm- arnir. Þannig margborgaðist fyrirhöfnin við fjölritunina. í fram- haldi af þessari starfsemi var svo farið að fjölrita ávörp um á- kveðin mál við viss tækifæri, l. d. í sambandi við sjómanna- niessur, mæðradaginn, 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar o. fl. Vai þessu einnig prýðisvel tekið. Um nýár 1938 var málum svo kom- ■ð, að ákveðið var að stofna litið blað, er kæmi „fyrst uin sinn út i liverjum mánuði til vors“ Blaðkrilið hlaut nafnið „Safn- aðarblað“. Arkastærðin var aðeins 20 X 25 cm., og komu - síður fjölritaðar út í senn. Fyrsta blaðið kom út í miðjum ianúarmánuði, 1938, en alls hafa 15 blöð verið gefin út, fjórtán þeirra fjölrituð, eitt prentað. Prentaða blaðið kom út um siðast- 'iðin jój. yar ski»eytt myndum og á vönduðum pappír, fjórar blaðsiður í 8 blaða broti. Þar af voru 3 siður lesmál, en ein ■iólakveðjur (auglýsingár). Borgaði sú siðan kostnaðinn að mestu leyti. Pappírinn hefir ýmist verið keyptur hjá trúboða Arthur Uook á Akureyri eða Verzluninni Björn Kristjánsson í Beykjavík, °g svertan jafnan þar. Kostar pappirsrísið hingað komið 5—6 kr- og væn svertutúba (5—7 krónur. Fyrst framan af var blaðinu aðeins útbýtt meðal kirkjugesta, og fengu þannig engir aðrir blaðið en þeir, sem komu i kirkju i hvert skiftið, sem það kom ■ú. En senn var horfið að því ráði að senda það heim á heimili

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.