Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 61

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 61
Kirkjuritið. Safnaðarblöð. 403 útgáfunnar, þar seni fá eintök (60—100) nægðu, en hektogiafai eru mjög ódýr áhöld, sem hver og einn getur búið ser sjaltur eftir leiðbeiningum og' fyrirsögn. Efnin i þá fást í ly j.i >u uni og viðar. Þeir hafa líka fengist tilbúnir í bókaverzluninm „Mimi“ í Reykjavík, og kostaði hæfileg stærð 18—24 kr. fyrir nokkuru. , , f Það slcal játað, að dálitlum tíma verður að verja til utgalu safnaðarblaðs, ef vel á að vera. Alt þarf vitanlega sem bezt a< vanda. En þar sem þetta er m. a. ákaflega skemtileg tómstunda- vinna, þá mun enginn, sem reynir, telja timann eftir, enda ei ekki um tilfinnanlega tímaeyðslu að ræða. Ég held þá, að ég hafi skýrt frá flestu, er nokkuru skiftir, i þessu máli. Ég mun þvi enda skýrslu mina með ummælum þeirra tveggja manna, sem bezt hafa kynt sér safnaðaráhril blaðsins hér, en það eru sóknarpresturinn og formaður sóknar- nefndarinnar. Hefir sóknarpresturinn leyft að hafa þetta eftir sér: „Ég álít útgáfu safnaðarblaða spor í rétta átt. Hér viiðist mér „Safnaðarblaðið“ haía haft vekjandi áhrif, er glætt hafa á- huga og eflt samtök kirkjulífinu til heilla.“ — Formanni sókn- arnefndarinnar fórust orð á þessa leið: ,,Ég álít, að blöð innan safnaðanna hljóti að reynast góður tengiliður milli heimilanna og kirkjunnar, og ég tel, að þetta litla blað okkar hafi ýmsu góðu til vegar komið, þótt enn sé margt ógert í þessum efnum. Óska því sem safnaðarmeðlimur og sóknarnefndarmaður einskis frekar en að blaðið geti komið út sem lengst og oftast til leið- beiningar og hvatningar, og tel ég sóknarnefndinni góða hjálp i þvi“. — Við þessi ummæli hefi ég engu að bæta og lýk svo máli minu. Vald. V. Snævarr. Rödd frá yztu ströndum. Ég hefi hlustað á flestar messur, sem fluttar hafa verið úr útvarpssal, og hafa þær margar verið góðar og vel fluttar, en þar i vantar liinar hátíðlegu venjur kirkjunnar, og það er tón Prestsins, en í því felst hið blíðasta og bezta, er hann hefir í stóli Hutt. Reykjavikurprestarnir eru orðnir svo vinsælir, að hlust- e*idur, livort lieldur er i sveit eða bæ, mundu telja sig mikils missa i utvarpinu, ef þeir fengju ekki til þeirra að heyra. Þess skal líka lofsamlega minst, að við útvarpshlustendur erum útvarpsráði þakk- látir fyrir að láta ýmsa fleiri presta flytja messur i útvarpið. dæmis um það, hve messur prestanna i útvarpinu eru fjölda

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.