Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Síða 68

Kirkjuritið - 01.12.1939, Síða 68
Innlendar fréttir Nóv.-Des. '410 1910, en var þegar áður farinn að gefa sig við barnakenslu. Hefir liann flest árin sint því starfi, fyrst 10 ór ó Kjalarnesi, þá 4 ór í Kjósarhreppi og loks 20 ár í Viðey. Ásmundur Þórðarson hefir rœkt starf sitl með hinni mestu samvizkusemi, enda uppfræðsla barnanna verið honum hjartans mál. Jafnframt hefir honum verið það sérstaklega ljóst, að framtíðarheill barnanna er þá bezt horg- ið, að þau þegar í æsku kosti kapps um að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Fyrir því hefir hann og alla sina kennaratíð ver- ið hinn einlægasti stuðningsmaður kirkju og kristindóms og talið hoðun fagnaðarerindisins eina af höfuðskyldum sínum sem fræö- ara hinna ungu. Um margra ára skeið hefir hann og verið með- hjálpari í Viðeyarklausturskirkju og safnaðarfulltrúi sóknarinn- ar. Hann er kvæntur ágælri konu, Guðiaugu Bergþórsdóttur, sem mjög er honum samhent í öllu. Með Ásmundi Þórðarsyni hverfur úr barnakennarastéttinni einn þeirra manna, sem kirkja vor stendur í mikilli jiakkarskuld við fyrir órofa trygð hans við hana og málefni hennar, hæði i kenslustundum og utan þeirra. Hálfdan Helgason. Séra Ólafur Magnússon prófastur í Arnarbæli hefii- fengið lausn frá prófastsstörfum frá næsta nýjári. En prests- starfinu mun hann gegna lil fardaga. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík 40 ára. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík átti 40 ára afmæii sunnu- daginn 19. nóv. Var þess minst í útvarpserindi, sem prestur safnaðarins, séra Árni Sigurðsson, flutti kvöldið fyrir, og í há- tíðaguðs])jónustu í Fríkirkjunni á afmælisdaginn, þar sem hann prédikaði. Á sunnudagskvöldið var samkoma í kirkjunni, og flutti þá m. a. Stefán Snævarr stud. theol. erindi um Kagawa, kristnu trúarhetjuna í Japan. Söfnuðinum bárust tvær veglegar afmælisgjafir, bók með útskornum spjöldum frá kvenfélagi safn- aðarins og fjárhirzla fró Sigurði Halldórssyni trésmíðameistara og frú hans. Fríkirkjusöfnuðurinn hefir vaxið mjög og' efist á þessum ára- tugum, því að bæði hafa prestar lians verið áhugasamir hæfi- leikamenn og atorkumenn og þeir notið stuðnings ágæts safnað- arfólks. Eru nú í söfnuðinum alls 8500. Samstarf safnaðarins við Dómkirkjusöfnuðinn er hið bezta og þátttaka hans ágæt í hvers- konar samvinnu, sem verið hefir á undanförnum árum, að krist- indómsmálum og mannúðar. Kirkjuritið óskar söfuðinum og presti hans allra heilla og blessunar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.