Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 11

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 11
Kirkjuritið. Stríðskirkja Noregs. 185 setti hún hervörð um hús Berggravs biskups og tveggja biskupa annara og hafði þá þar i haldi. A föstudaginn langa, 3. apríl, söfnuðust tvö þúsund manns saman í Frelsarakirkjunni í Osló eða fyrir utan hana og von- uðust eftir því, að Berggrav 'biskup myudi prédika þar. En kirkjupresturinn gekk þá fram og boðaði, að hann, sem ætti að prédika, fengi nú ekki að fara heiman frá sér. Siðan var messað vfir öilum mannfjöldanum inni og úti, og að því loknu var klukkum hringt og sungnir söinu söngvarnir sem 1. fehrúar í Niðarósi. Aðra eins belgistund og tilbeiðslustund höfðu fáir lifað áður. En skyndilega komu flokkar Quisíings, gráir fvrir járnum, og mannfjöldinn tvístraðist. Alt hafði farið fram með stakri ró og stillingu. Tveimur dögum síðar, á páskadag, lásu ellefu hundruð norskir prestar upp yfirlýsingu þess efnis i kirkjum sín- um, að þeir væru einhuga um að fara að dæmi biskupa sinna og prófasta og hafna allri samvinnu við Quislings- stjórnina. Þeir segðu af sér stjórnskipuðum embættum sinum i ríkiskirkjunni, en myndu leitast við að gegna áfram prestsþjónustu samkvæmt hoðum Heilagrar ritn- ingar. Er þetta alveg einstæður athurður í kirkjusögu Norðurlanda. í Frelsarakirkjunni í Osló las Hygen dómprófastur upp yfirlýsinguna, því að Berggrav var enn í haldi: Að 'oknum lestri mælti hann: „Prestarnir liafa stigið þetta spor daprir í hjarta. Vér viljum, að söfnuðirnir skuli vita, að það eru ekki prestarnir og embætti þeirra, sem oiest er um vert, heldúr kristuilífið í söfnuðunum. Þess- vegna á þetta ekki heldur að vera aðalumhugsunar- efnið á páskum. Það, sem á að fylla hugi áheyrend- amia og vera þeim Ijós á vegi, er páskasólin, sem Guð lætur renn upp yfir öllum heiminum“. V. Þessi yfirlýsing norsku prestanna er svo merk, að hún verður birt hér i heilu lagi:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.