Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 19

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 19
KirkjuritiíS. Striðskirkja Norégs. 193 auk þess skort á björgunarbeltum. Ýmsir kennararnir buðust til að ganga inn í „Sambandið“, ef jjað mætti verða til þess að bjarga fárveikum félögum þeirra. Stören biskup og 28 prestar í Þrændalögum sendu kirkju- 'oálaráðherra svo liljóðandi skeyti: „I nafni Jesú Krists og mannúðarinnar hljóta undir- •'itaðir prestar að biðja um líkn til handa yfir 500 kenn- Urum, sem verið er að senda norður. Vér getum ekki þagað við þeim þjáningum, sem vér vitum, að þeir verða að þola. Endurómar af þeim munu innan skamms hei- ast um alt landið.“ En við öllum þessum hænum daufheyrðust þeir Ter- hoven og Quisling gjörsamlega. Kennararnir hefðu átt sjá að sér fvr. Quisling svaraði prestunum þvi, að sókin væri kennaranna, en ekki sín, og skyldu þeir lield- Ur reyna að koma vitinu fyrir kennarana. Aðfararnótt 15. apríl lagði skipið síðan af stað norður Uieð kennarana; sumir þeirra liöfðu kent mestan hluta íefi sinnar og voru orðnir gamlir og gráhærðir. Fimtiu þýzki r varðmenn áttu að gæta þeirra, og þeir fyltu klef- aiia og rúmin, hvernig sem hinum leið. Fimtudaginn 16. aPríI kom skipið til Bodö, og þar fengu fáeinir Rauða- kross menn að koma um borð til líknar sjúklingunum. ^ iku seinna kom skipið til Tromsö, en lagði út aftui' íið kveldi sama dags. Það sigtdi fram lijá Hammerfest apríl. Ekki er kunnugt um síðasta lendingarstað, en það þykir mega ráða af líkum, að kennurunum verði ivistrað á við og dreif langt norður frá í þrælkunar- vmnu og sumum t. d. fengið það hlutverk að grafa skot- grafir á Murmanskvíglínunni. Sennilega hefir enginn athurður síðan hernámið hófst, fengið norsku þjóðinni sárari sorgar en þessi sigling nieð píslarvottana fyrir ströndum Noregs. Hún mun vissulega aldrei gleymast. Kærur og mótmæli bárust ”stjórninni“ og' yfirvöldunum úr öllum áttum, 'm. a. frá 200000 foreldrum. Einn daginn fékk „kirkjumálaráðu-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.