Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 22

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 22
Í96 A. G.: Stríðskirkja Noregs. ,íúní-Júlí. og treystum því, að norska þjóðin, sem fetar nú píslar- ferilinn, fái einnig að fylgja frelsara sínum frá dauðan- um til lífsins og sjái innan skamms renna upp bjartan friðardag. Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir. Þeir, sem sá með tárum, munti uppskera með gleðisöng. Ásmundur Guðmundsson. Biblía í hvers manns höndum. Á 125 ára afmæli Norska Bibliufélagsins komst Berggrav biskup m. a. svo að orði: „Markmið vort er þetta: Biblía í hvers manns höndum. Og bak við það eygjum vér annað mark: Hver maður gleðjist yfir Biblí- unni sinni. Vér höfum einnig nálgast það mark. Þeir eru ekki fáir, sem vita það nú, að Nýja testamentið er dýrasta eign þeirra. Þegar vér lítum til baka yfir liðið ár, sjáum vér, hvernig andi Guðs hefir látið orð Guðs verða nýtt fyrir oss og lifandi með hverjum degi.... Ritningarorð hafa verið eins og dýrar peri- ur. Fjöldi fólks hefir safnast saman um opna Ðibliuna á mótuni, í heimahúsum og við Biblíulestur. Margir, sem þola þjáningar, ein- angraðir frá öðrum, lesa ekkert annað en Biblíuna. Hún er eina ljós þeirra. Fögnuður yfir Biblíunni meiri en nokkuru sinni áður hefir borist um alt landið.“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.