Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 33

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 33
Kirkjuritið. Lítil athugasemd. 207 losað sig aftur við þenna sjúkdóm. Eins og vér, sem aldir vor- um upp á efnishyggjutíjnabilinu 1870—1900, aldrei getum losað oss við þá venju að leggja efnið til grundvallar fyrir allri hugs- un okkar, enda þótt vér nú vitum, og það sé sannað, að slíkl er fásinna ein. Ég lield, að jjað sé nú kominn tími til þess fyrir oss Islend- inga að hætta að elta kenningar þýzkra fræðimanna, sem ekki hafa fært þeim mikla blessun, og yfirleitt eru þær ekki svo á- byggilegar, að treysta megi, hvorki þegar um trúarleg eða sögu- leg sannindi er að ræða. Vér ættum heldur að kynna oss, livað ísraelsþjóðirnar sjálfar —eins og t. d. enskumælandi þjóðirnar — rita um sögu sína frá byrjun og til vorra daga, og svo nota okkar eigin skynsemi til þess að meta, hvað sannast og réttast muni vera, en ekki skynsemi þýzkra fræðimanna eða þeirra, sem nota liana í ákveðnum tilgangi til niðurrifs og til þess að draga úr verðgildi Biblíunnar sem ábyggilegs trúar- og sögu- rits. Að lokum vil ég benda á það, að það er eingöngu hugmynd höf., að Midíanitar og Jetró ])restur j)eirra hafi verið ,.Jahve- trúar“, þess er hvergi getið og eiginlega engar líkur til, að svo hafi verið. Það frekasta, sem hægt er að segja um átrúnað Jetró prests er þetta: Sé svo, sem þó ekki er alveg víst, að upp- runalega nafn hans hafi verið Róguel, en Jetró sé tignarnafnið, þá bendir það til ])ess, að hann eða forfeður hans hafi tilbeðið ,,E1“, guð Israelsmanna, en að hann síðar, er hann sá dásemdai - verk þess guðs, sem opinberaðist Móse sem Jahve, liafi liallast að honum sem æðsta guði og því fært honum fórnir. Engin Þjóð, svo að vitanlegt sé, þekti „Jahve“ fyr en Guð sjálfur nefndi sig því nafni á Sínaífjalli, er hann gaf Móse boðorðin. Guðm. Einarsson. Svar við þessari athugasemd verður, sökum rúmleysis, að hiða næsta heftis. A. G.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.