Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 35

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 35
Kirkjuritið. Sálmur. 200 Ó, haltu mér vakandi, herra kær, svo heyri ég röddu þína, því blómið, sem mér í brjósti grær, ei blöðunum mætti týna. Því teyga ég af þeirri lífsins lind, sem laugar burt hverja mína synd. Og þegar leiðin .á enda er, mig ekkert fær hindrað framar. Til lausnara míns ég fegin fer, þá fjarlægist það, sem amar. Hve oftlega þrái ég eilíft vor, og eilífð er nær við hvert mitt spor. Hugrún. Játningin mín. Eg trúi á Guð, hinn góða, Guð föður allra þjóða. Krist Jesú, konginn sanna, konginn í sálum manna. Helgan, hulinn anda, hjálpræði allra landa. Vilji Guðs vaxi og dafni. Svo verði í drottins nafni. Valgeir Helgason.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.