Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 38

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 38
212 Prestastefnan. Júní-Júlí. kristindómsins megi sigra heiminn, en að guðlaus efnishyggjan verði að lúta 'í lægra haldi. Oss er það aðalatriði, að sú lífs- skoðun fái að ráða, Sem lirífur mannshugann frá því, sem er lágt og gildislaust, en hefji hann til æðri þroska, sem leiðir af kærleika, bróðurhug og velvild til allra manna. Að ófriðnum mikla loknum og einnig nú, þegar.líkast er sem eldi og brennisteini rigni yfir lönd, borgir og gróðursæl héruð, já, yfir mannfólkið, sem þessa jörð byggir, þá þarf kirkjan að vera á verði. Vér hljótum að sjálfsögðu að fagna því, ef j)au öfl, sem vér teljum óheillavænleg þjóðunum, lúta i lægra haldi, en i því sambandi verður ekki komist lijá því, að sérhver þjóð rannsaki og spyrji sjálfa sig: Hvaða stefnur og straumar verða sterkastir í þjóðlífum að styrjöldinni lokinni? Hvert mun hin vestræna menning stefna? Verður hún enn undir jafnsterkum áhrifum efnishyggjunnar og áður var? Ke.mst mannkynið nú að raun um, að jjar er ekki vegurinn til hamingju þjóðanna? Nútíma- maðurinn gleymdi hollráðum feðranna, kristiniia forfeðra, sem vildu láta komandi kynslóð byggja á bjargi kristindómsins. Það gagnar litið að vinna ófriðinn, en bíða tjón á sálu sinni. En jiað er liætta, mikil hætla á því, að þjóðirnar stórspillist við allar jiær skelfingar, hatur, miskunnarleysi og hefndarathafnir, sem þær taka þátt í og verða að liorfa á. Ef vel á að fara, ef stefna á móti bjartari og betri tímum, ])á verðum vér að safnasl um þann leiðtoga „í daganna þraut“, sem aðeins hefir andlega lieill mannkynsins fyrir augum. Kristur einn er vegurinn. Kirkj- an verður að láta þjóðfélagsmálin til sin taka, eins og nokkur kostur er. Vér skulum, kirkjunnar menn, horfast í augu við þann sannleika, að maðurinn, einstaklingurinn, á mörg áhyggju- efni, mörg erfið vandamál, sem hann, þótt þau séu ekki altaf trúarlegs eðlis, þarf liðveizlu við. Þjóðfélagslegu vandamálin verða hvort sem er ekki leyst svo vel sé og giftusamlega, nema kirkjan komi þar til hjálpar með æðra og göfugra sjónarmið. Hinir jjjóðfélagslegu leiðtogar þurfa að verða betur kristniiv eins og prestarnir mega hins vegar standa fastari fótum á jörð- inni í starfinu fyrir þetta líf — því að hið jarðneska ldf — lífið. sem ég og þú lifum hér á jörðu, stefnir hærra. Hér er undir- búningstíminn, skólinn, deiglan, sem málmurinn á að mótast i'- Þessvegna er það auðvitað aðalverkefni vort að hrópa til sain- tíðar vorrar öllum stundum, hvert sé hið sanna eðli mannsins,. að hann sé skapaður af Guði, í Guðs mynd, og honum sé ætlað’ að halda áfram til eilifs lífs, lifa um óendanleg ár við brjóst þeirrar tilveru, sem aldrei sleppir barnj; sínu úr faðmi sér — að hann þurfi fæðu fyrir líkama sinrt — en lifi þó elcki á einui

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.