Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Síða 43

Kirkjuritið - 01.06.1942, Síða 43
Kirkjuritið. Prestastefnan. 217 fyrir Rípurprestakalli i Skagafjarðarprófastsdæmi og var vígð- ur þangað árið 1895. Þar starfaði liann í fjögur ár, en þá fékk hann veitingu fyrir Goðdalaprestakalli í Skagafjarðarprófasts- dæmi og þjónaði því prestakalli lil ársins 1904. Hætti hann þá prestskap um liríð, stuiidaði hann verzlunarstörf um tíma, en luigur hans var eigi að 'síður við prestskapinn, og svo fór, að hann sótti aftur nm embætti, Staðarhólsþing í Dalaprófasts- dæmi og þjónaði þeim til ársins 1910. Var honum þá veitt Arnes- prestakall í Strandaprófastsdæmi samkvæmt kosningu safnað- arins. Starfaði hann jiar síðan lil ársins 1937, að iieilsu hans var tekið að hnigna, svo að hann varð að sækja um lausn frá embætti. Haustið 1892, hinn 17. september, kvæntist séra Sveinn konu sinni, Ingibjörgu Jónasdóttur, prests Guðmundssonar, og eiga þau sjö börn á lífi, og var lieimili þeirra rómað fyrir gestrisni og góðvild. í skjóli þeirra nutu hau síðustu samvistaráranna hér i Reykjavík. Séra Sveinn var hvorttveggja í senn, góður prestur og ágætur maður. Var hann alveg sérstaklega góðviljaður í annara garð og hafði hina mestu gleði af jjvi að koma öðrum mönnum til hjálpar, ef á þurfti að halda. Hann starfaði lengst í nokkuð afskektu prestakalli, en hann átti þaðan að minnast ánægju- ríkra daga. Hann var vinsæll meðal safnaðarfólksins, og hann átti góða konu, góð börn og gotl heimili. Hann elskaði prests- starfið, ekki sízt barnafræðslustarfið, og munu minningarnar um liann allsstaðar meðal safnaðanna, sem hann þjónaði, vera fagrar og bjartar. Hann var gláður, vingjarnlegur í umgengni og sérstaklega góður félagi og bróðir. Þessvegna var hann okkur öllum, sem þektum hann, einkar kær, og söknum vér góðs vinar, er hann er horfinn sýn. Vér vottum minningu hans virðingu '’ora með jjvi að rísa úr sætum. 2. Séra Þorsteinn Ástráðssun frá Staðarhrauni lézt liér i Keykjavík 17. marz ]). á. eftir langa og mjög erfiða vanheilsu. Séra Þorsteinn fæddist i Reykjavík 4. okt. 1894. Foreldrar hans vorú Ástráður Hannesson, afgreiðslumaður, og kona hans, Ingibjörg Sigríður Einarsdóttir. Stúdentspróf tók liann vorið 1914 við hinn Almenna 'Mentaskóla í Reykjavík og lióf j)á um haustið nám í Guðfræðideild Háskóla íslands. Lauk hann em- bættisprófi veturinn 1918. Vígðist Iiann tii jirests 2. júní 1918 og fékk veitingu fyrir Mjóafjarðarprestakalli i Suður-Múla- prófastsdæmi. Eftir nokkur ár fékk liann veitingu fyrir Prests- bakkaprestakalli í Strandaprófastsdæmi og fáum árum siðar Staðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi, er hann þjónaði til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.