Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 45

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 45
Kirkjuritið. Prestastefnan. 219 óskuðu sóknarbörn hans, að kirkjustjórnin veitti honum leyfi til að þjóna brauðinu áfram lil 75 ára aldurs, og var það leyfi Veitt. Síðastliðinn vetur varð séra Vigfús fyrir dálitlu áfalli, og með þvi að hann treysti sér ekki til að gegna prestsstörfum lengur, sótti hann um að verða leystur frá embætti sínu. Var honum samkvæmt því veitt lausn frá síðustu fardögum að telja. Séra Vigfús var jafnan samvizkusamur embættismaður, vinsæll bæði sem maður og starfsmaður liins opinbera. Söngvinn er hann vel og hefir hina mestu unun af hljómlist og söng sér- staklega. Kvæntur er séra Vigfús Sigurbjörgu Bogadóttur Smith, hinni ágætustu konu. Séra Sveinn Vikingur er, sem kunnugt er, enn á hinum bezta aldri og á án efa, ef honum endist heilsa, mikið verk óunnið í þágu kirkju og kristni þessa lands. Hann mun framvegis starfa í skrifstofu biskups sem skrifstofustjóri, þar sem störf aukast óðum og verkefni vaxa. Séra Sveinn Víkingur er einn af kunn- ustu og ágætustu prestum landsins, og veit ég, að hugur hans stefnir að því að vinna kirkjunni og málum hennar alt það gagn, er hann má. f þess sambandi vil ég geta þess, að ungfrú Cecilia Helgason, sem um allmörg ár, fyrst hjá föður sinum og síðan hjá núver- andi biskupi, hefir gegnt störfum sem biskupsritari, óskar ekki :>ð gegna því starfi lengur bæði vegna nokkurrar heilsubilunar og af öðrum einkaástæðum. Hún hefir gegnt störfum sínum öllum í þágu biskupsdæmisins vel og samvizkusamlega, og vil óg færa henni þakkir fyrir starfið, bæði i mínu nafni og prest- anna. Við hennar'starfi hefir nú dóttir mín, Svanhildur, tekið. Séra Magnús Már Lárusson, er vigðist 15. júní f. á., hætti fyrirvaralítið störfum sl. sumar og gerðist kennari á Akureyri. Séra Jón N. Jóhannesson hafði að vísu áður fengið lausn frá embætti, en starfar enn sem settur prestur að Breiðabótsstað ó Skógarströnd. Tveir prófastar hafa verið skipaðir á árinu. Eru það þeir séra Jón Ólafsson í Holti i Önundarfirði i Vestur-ísafjarðarprófasts- dæmi í stað fyrrum prófasts, séra Halldórs Kolbeins, er fluttist »ð Mætifelli í Skagafirði og séra Þórður Oddgeirsson á Sauða- oesi í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi í stað séra Páls heitins Hjaltalíns Jónssonar. Býð ég liina nýju prófasta hjartanlega vel- komna til starfa. A síðastliðnu vori fór fram prestskosning í tveimur presla- köllum: Valþjófsstað í Suður-Múlaprófastsdæmi og Vallapresta- kalli i Svarfaðardal í Eyjafjarðarprófastsdæmi. í Valþjófsstaða- I>restakalli var aðeins einn i kjöri, séra Marinó Iíristinsson sókn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.