Kirkjuritið - 01.06.1942, Qupperneq 47
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
221
3. Staðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi.
4. Staðarhólsþingaprestakall í Dalaprófástsdæmi.
5. Breiðabólsstaðarprestakall á Skógarströnd.
(i. Brjámslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi.
7. Staðarprestakall á Reykjanesi.
8. ltafnseyrarprestakall í- Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi.
9. Staðarprestakall í Steingrímsfirði í Strandaprófastsdæmi.
10. Hvammsprestakalt í Laxárdal i-Skagafjarðarprófastsdæmi.
11. Glaumbæjarprestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi.
12. ísafjarðarprestakatl í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi.
13. Seyðisfjarðarprestakall í Norður-Múlaprófastsdæmi.
14. Miðgarðaprestakall í Grímsey.
15. Hálsprestakall í Fnjóskadal í S.-Þingeyjarprófastsdæmi. .
1G. Svalbarðsprestakall í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi.
17. Eydalaprestakall í Norður-Múlaprófastsdæmi.
18. Þingvallaprestakall i Árnesprófastsdæmi.
I sumum þéssuni prestaköllum starfa, sem kunnúgt er, settir
Prestar, og geri ég ekki ráð fyrir, að fleiri en 8—10 prestaköll
verði prestslaus, er kosningar hafa fram farið í þeim presta-
köllum, er nú eru auglýst til umsóknar.
Einn af prestum landsins, dómprófastur séra Friðrik Hall-
yrimsson, átti 70 ára afmæli sitt liinn 9. þ. m. Nokkuru áður
bárust mér áskoranir frá fjölda safnaðarfólks í dómkirkjusöfn-
uðinum ásamt eindregnúm óskum sóknarnefndarinnar um, að
séra Friðriki yrði heimilað að starfa áfram í söfnuði sínum.
Mælti ég með, að þessi málaleitun yrði tekin til greina, og var
það eitt hið fyrsta verk kirkjumálaráðherra, dr. theol. Magnúsar
•lónssonar, að veita þetta leyfi. Á tsjötíu ára afmæli dómprófasts-
ins kom skýrt í ljós, að hann á miklum vinsældum að fagna
nieðal sóknarbarna sinna, og er jmð ekki að ástæðulausu, því
að hann er hvers manns hugljúfi og vill hvers manns vandræði
leysa. Vil ég fyrir hönd kirkjunnar óska honum blessunar Guðs
°g bjartra framtíðardaga.
Merkisafmæli áttu og ýmsir aðrir starfsmenn kirkjunnar.
Séra Bjarni Jóiisson vigslubiskup átti sextíu ára afmæli 21.
október sl. Veit ég, að allir fundarmenn samfagna honum, er
þess er minst, hve vel kom í ljós hlýlmgur og þakklæti til hans
Þann dag. Hlaut hann margvíslegar sæmdir frá vinum sinuin
°g sóknarbörnum og var þá gerður að heiðursdoktor i guðfræði
við Guðfræðideild Háskóla íslands.
Enn áttu merkisafmæli þeir séra Sig. Ó. Lárusson sóknar-
Prestur í Stykkishólmi, séra Sigurjón Jónsson i Kirkjubæ, séra