Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 51

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 51
IvirkjuritiiY Prestastefnaii. 225 skal orða svo: AndvirSi prestmötu, sem þegar er seld eða seld verður, renni lil kirkna þess prestakalls, sem naut hennar áður, og sbiftist jafnt milli þeirra, Prestlaunasjóður greiðir tekjumissi jjann, er Viðkoinandi prestdr hefir af sölu prestsmötu. Flutningsmaður frdmvarpsins Var séra SVeinbjörn Högnasoh. Fr það þakkarefni, að frumvarp þetta náði fram að ganga, og niun nú margri sóknarnefnd auðveldara að annast Viðhald kirkju sinnar, er svo óvænt fé kemur heim, enda er þess viða þörf. Vil ég eindregið mælast til jiess, að ]iér, kæru prófast- ar og sóknarprestar, hvetjið til þess, að fé þetta verði notað nieðal annars og ekki sízt til þess að fegra kirkjurnar og stuðla að því, að þær líti sem allra bezt út og laði til sin sem fiesta af þeim, sem í þeim eiga sitt andlega heimili. Af kirkjulegum bókmentum, er út hafa komið, vil ég sérstak- lega nefna Skýringar á Markúsarguðspjalli eftir prófessor Ás- "uind Guðmundsson. Með ]>essari bók er rudd braut að því, er viðvíkur útgáfu vísindalegra skýringa á íslenzku á ritum Biblí- unnar (exegese), og er ánægjulegt, að prófessor Ásmundur •vkyidi hefjast lianda um þetta mikilvæga verk. Ennfrennir mun i'étt óútkomin bók prófessors Magnúsar Jónssonar .,Saga krist- innar kirkju“, og er þegar tekið að nota liana sem kenslubók í Guðfræðideildinni, þótt hún enn eigi sé komin á bókamarkað. Séra Sigurður Einarsson dósent hefir gefið út ritgerðir sínar G'á samkepnisprófi um dósentembætti við Háskóla Islands haust- ið 1936, með nokkuru ítarlegri útfærslu. Nefnir hann bókina: Kristin trú og höfundur hennar. Séra Jakob Jónsson gaf út siná- sögur fyrir börn og séra Friðrik Hallgrímsson aðra á afmælis- öegi sínum, er liann nefnir: Guðvin góði. Kirkjuleg og kristileg •'d, sem út komu á fyrra ári, lialda göngu sinni áfram. I iögum um verðlagsuppbót á laun embættismanna og annara starfsmanna ríkisins, segir svo í 6. gr.: ,,Verðiagsuppbót greiðist einnig á skrifstofufé og embættis- kostnað, sem embættis- og starfsmönnum er greitt úr ríkissjóðí, að undanskilinni húsaleigu og húsaleigustyrk. —- Enn hefir verið akyeðið, að embættismönnum þeim, sem börn hafa á framfæri innan 14 ára aldurs, verði greiddar kr. 300.00 á ári (án verð- lagsuppbótar) fyrir hvert barn.“ Samþykt var og á þinginu þingsályktun um að fela ríkis- stjórninni að láta framvegis geyma í dómkírkjunni á Hólum i Hjaltadal þá muni, eða nákvæmar eftirlíkingar slíkra muna, sem heyra kirkjunni til, en nú eru í vörzlum Þjóðminjasafns. Prestafélag íslands hélt aðalfund sinn 10. og 11. okt. s.i. og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.