Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 53

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 53
Kirkjurítíð. Prestastefnaii. 227 í sambandi við það, er biskupinn í greinargerð sinni mintist bins látna biskups, dr. theol Jón Helgasonar, ákvað presta- stefnan að senda frú Marie Helgason biskupsekkju svohljóðandi simkveðju: „Prestastefnan minnist manns yðar, liins látna biskups, og sendir yður fylstu samúðarkveðjur og óskar yður og ástvinum yðar blessunar Guðs“. Ennfremur var samþykt að senda norska ræðismanninum hér til fyrirgreiðslu svohljóðandi kveðju til norsku kirkjunnar: „Prestastefna íslands sendir norsku systurkirkjunni inni- legar árnaðarkveðjur, og um leið og hún lýsir yfir samúð í yfirstandandi þrengingum hennar, biður hún hinni norsku kirkju, þjónum bennar og þjóðinni í lieild blessunar Guðs og bjartrar framtíðar“. Um skýrslu biskups urðu nokkurar umræður, og þökkuðu þeir prófessor Ásmundur Guðmundsson og séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur biskupinum hans mikla og ágæta starf í þágu prestanna, lcirkjunnar og kristindómsins í landinu. Yf ... ... 1. Styrkur til fyrverandi presta oy prestsekkna. „ Ir/ * ^*11 ma Cthlutað var eftir tillögum biskups kr. 9.500.00, . , . en a upphæð þessa fekst greidd verðlagsupp- !, sam iy ír. jjót ýr ríkissjóði, er nam 50%, svo að alls var- lithlutað í þessu skyni kr. 14.250.00. Reikningur Prestsekkna- sjóðs fyrir árið 1941 var lagður fram og samþyktur. 2. Skýrslur um messur og altarisgönyur. Samkvæmt venju tagði biskup fram skýrslur um messur og altarisgöngur á ár- inu 1941. 3. Hvaö kallar mesl að í starfi kirkjunnar. Um þetta efni flutti séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur mjög athyglis- vert og snjalt erindi og drap á liin mörgu vandamál og við- fangsefni, sem nú blasa við á sviði kirkju og kristindóms. Urðu um erindi þetta miklar umræður, er var að lokum frestað til næsta dags, og málið þá tekið fyrir á ný. Nefnd var skipuð i málið, og skilaði hún áliti sínu og tillögum næsta dag. Eftirfarandi tillögur frá nefndinni voru samþyktar: „Með því að prestastefnan telur kristilegt starf meðal æskulýðsins einn þýðingarmesta þáttinn í starfi kirkjunnar og telur sjálfsagt, að hver prestur beiti sér fyrir því eftir megni innan verkahrings sins, ályktar hún að kjósa tvær 3ja manna nefndir til þess að vera til aðstoðar í þvi efni: 1. Sunnudagaskólanefnd, er aðstoði og leiðbeini þeim, er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.