Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 55

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 55
Kirkjuritið. Prestastefnan. 229 rekstri hennar verði bezt fyrir koniið. Sé það gjört í sam- vinnu við aðra hlutaðeigandi aðila og áhugamenn, sem áður hafa unnið að þessum máíum“. 6. Ávarp til þjóðarinnar. Með tilliti til hinnar miklu alvöru yfirstandandi tíma og þess liáska, sem nú er búinn tungu og menningu, trú og siðgæði þjóðarinnar, samþykti prestastefnan í einu liljóði svofelt ávarp: ,Prestastefna íslands vill bcina þvi iil þjóðarinnar allrar, að aldrei hefir verið brýnni þörf á þvi en nú, á þessum viðsjálii ocj háskalegu tímum, að þjóðin skilji gildi kirkj- unnar bæði í trúarlegum og menningurlegliun efnum og styðji málefni hennar með áhugasömu ‘starfi innan safnað- anna, þar sem vér erum fullvissir j>ess, að andi Jesú Krists og kraftur starfandi trúar eru cinir þess megnugir nú að skapa með islenzku þjóðinni jjann samhug og þá siðferði- legu festu, sem er skilyrði farsældar og gróandi þjóðlifs". C>. fíindindismál. „Prestastefna íslands heitir á aila góða íslendinga að vinna gegn áfengisnautn i landinu, og skorar á ríkisstjórn- ina, sérstaklega með tilliti til ríkjandi ástands og dvalar eriends hers í landinu, að sjá um, að Áfengisverzlun rík- . isins verði ekki opnuð á ný.“ 7. Skýrsla barnaheimilisnefndar. Gjaldkeri nefndarinnar, séra Hálfdan Helgason prófastur á Mosfelli, lagði fram skýrslu nefnd- arinnar og reikninga Barnaheimilissjóðs fyrir árið 1941. 8. fíibliufélagið. Biskup lagði fram reikning Biblíufélagssjóðs, og skýrði frá störfum félagsins á árinu. Ivom fram í lúnræðum almennur áhugi fyrir því að efla Bihlíufélagið, og talið sjálf- sagt, að allir prestar landsins gerðust meðlimir þess. Gengu allmargir prestar í félagið þá þegar, og greiddu árgjöld sín. Er þess að vænta, að þeir fáu prestar á landinu, sem enn hafa ekki gjörst meðlimir Biblíufélagsins, tilkynni inngöngu sína í félagið hið allra fyrsta til biskupsskrifstofunnar og séndi ár- gjöld sin, en lágmarksárgjald er tvær krónur. Biskup skýrði frá því, að þeir séra Gísli Skúlason prófastur og Ásmundur Guð- mundsson prófessor myndu vinna í sumar á vegum Biblíufélags- ins að þýðingu Samstofna guðspjallanna. 9. Launamál presta og aðstaða þeirra í prestsstarfinu. Um mál þetta urðu alllangar umræður, og var kirkjumálaráðherra próf. Magnús Jónsson viðstaddur umræðurnar og tók þátt í þeim. Voru allir þeir, er þátt tóku í umræðunum, á einu máli um það, að hin ytri aðstaða prestanna til starfa nú væri að mörgu leyti orðin mfög erfið, meðal annars vegna vaxandi fólkseklu og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.