Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 60

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 60
234 Spakmæli. Júní-Júli. Á insta þráin ekkert föðurland? „í heimi, þar sem lungu sanna, að loft hafi verið til á undan þeim, þar sem augu sanna, að ljós hafi verið til á undan þeim, þar sem fegurðarsmekkur mannssálarinnar staðhæfir, að feguið hafi verið til á undan honuip, þar sem hin vísindalega leit og for- vitni mannsandans sannar, að á undan henni hafi verið til stað- reyndir,— ætti þá hið mikilvægasta og dýpsta í manninum: Hin innilegasta elska, hin fullkomnasta hollusta, hið andlega hungur sálarinnar og hin næmasta innsýn að sanna það, að ekkert hafi verið til á undan þessu, er samsvari því og fullnægi?“ — Harry Emerson Fosdick. Sjúkar sálir. Það eru margir sjúkrabeðir í Ameríku, en í öðru hvoru sjúkra- rúmi Bandaríkjanna liggja sálærsjúkir menn. Heimurinn hefir mikla þörf fyrir þann boðskap og þá trú, er gerir sálir manna heilar. Pétur Sigurðsson safnaði. Að kveðja heim sem kristnum ber. Ég minnist þess, að faðir minn, séra Guðlaugur Guðmundsson, sagði oft við okkur börnin, meðan hann lá banaleguna, að sig langaði til, að við yrðum viðstödd, þegar dauða hans bæri að, svo að við gætum séð, hvernig sannkristnum manni bæri að taka dauða sínum. Það var klukkan 9 um kvöldið 9. marz 1931, að við systkinin vorum stödd inni hjá honum að vanda ásamt móður okkar og nánustu skyldmennum. Faðir ininn virtist sofa rólega, en vaknaði alt í einu og kallaði á móður mína og sagði: „Eru nú öll börnin mín inni hjá mér?“ Og játti hún því. Bar hann þá höndina upp að enninu og signdi sig og mælti: „Jesús minn“. Féll svo höndin máttlaus niður; hann var dáinn. Nokkurum dögum áður en hann dó, orti hann eftirfarandi vísu til vinar síns, Lárusar H. Bjarnasonar: Frjáls er andinn ferðbúinn, förina lítið heftir. Bráðum sinar, bein og skinn í bólinu skil eg eftir. Guðrún Guðlaugsdóttir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.