Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 61

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 61
Kirkjurilið, Á kristniboðs-akrinum. Eftir séra Jóhann Hannesson. I. Frá kristniboðsstöðvum. Það er alkunnugt, að þar, sem kristin kirkja slarfar að boðun Guðs orðs í ókristnum eða lítt kristnum lönd- um, er fyrsta verlc hennár fólgið í að grundvalla kristni- boðsstöðvar. Það er ekki neitt áhlaupaverk. Stundum verður kristniboðinn að brjótast gegnum frumskóga, ryðja rjóður í skóginum, byggja ofurlítið breysi þar, sem hægt er að hafast við meðan stöðin er bygð. -— Hér í Kína fá þeir kínversk hús til leigu, meðan þeir sjá um byggingu fyrsta hússins á nýrri kristniboðsstöð. Venju- lega líður ekki á löngu áður en fyrsta samkomuhúsið er fullgert, og regluleg boðun Guðs orðs er hafin og söfn- uður myndast. En ekki láta kristniboðarnir þar við sitja. Að hverri kristniboðsstöð liggja stór béruð með mörg hundruð þúsund íbúum; um þessi béruð ferðast þeir og boða Guðs orð. I þessum héruðum myndast svo auka- stöðvar á þeim stöðum, þar sem söfnuðir mjmdast. Þar, sem starfið gengur vel, byggja söfnuðirnir kirkjur sin- ar sjálfir. Allvíða hafa kristniboðarnir á fyrri árum bygt samkomuhús á aukastöðvunum, sem notast er við þann dag í dag, en ekkert er ánægjulegra en að sjá Kínverja ^yggja guðshús sín alveg á eigin spýtur. Kristniboðsstöðvar eru mjög mismunandi, eins og gef- ur að skilja. Venjuleg kristniboðsstöð hefir kirkju, sam- komuhús og íbúðarhús fyrir innlenda og erlenda starfs- menn kirkjunnar. — Oft eru dagleiðir til næstu stöðvar, en í stórborgum eru 2—3 stöðvar eða jafnvel fleiri. Stór kristniboðsstöð líkist stundum dálitlu þorpi, sér- staklega ef hún er gömul og vel þekt meðal íbúa lands-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.