Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 63

Kirkjuritið - 01.06.1942, Page 63
Kirkjuritið. Á kristniboÖsakrínunl. 23 7 Kína. Ég tek dæmi, eitt af liinum mörgu, sem ég hefi séð með eigin augum. Betlarinn situr á götunni og biður um peninga. Sumir gefa honum einn eyri, flestir ekki neitt. Þegar honum virðist starfið ganga alt of illa, veltir liann sér á götunni og orgar eins og dýr. Hann er tötrum húinn, fáfróður, gramur, tortrygginn og vonarsnauður. — Mér er sagt af þaulkunnugum mönnum, að á kveldin, þegar hetlararnir koma heim, taki ættmenni þeirra frá þeim alt, sem þeir hafa unnið sér inn með betli sínu. Svo fá þeir eitthvað lítilsháttar að horða, ef vel stendur á. Kristniboð vort starfrækir skóla fyrir blinda menn og drengi. Þar læra þeir að lesa, skrifa og syngja. Þar læra þeir kristin fræði. Ég mun aldrei gleyma fyrstu lieimsókn minni á skólann. Kristnihoðinn sýndi mér alt, sem ég vildi sjá. Hlé var á kenslunni, en tveir drengir voru i skólastofunni. Við heilsuðum þeim. „Láttu okkur nú heyra, að þú kant að lesa“, segir kristniboðinn við ann- an þeirra. Drengurinn' flettir upp í Biblíunni og les, skýrt og greinilega. „Sýndu okkur, að þú kant að skrifa“, bætir kristnihoðinn við. Drengurinn finnur áhald til að skrifa með blindraletur, stingur pappír inn í það og skrifar dálítið. Kristnihoðinn teknr hlaðið og réttir liin- um piltinum. „Lestu nú það, sem hann félagi þinn skrif- aði“. Og drengurinn las — auðvitað á kínversku — þessi orð: „Uppliaf fagnaðarboðskaparins um Jesúm Krist, Guðs son“. Aldrei hefi ég heyrt þetta vers lesið með slík- um fögnuði. Það var vafalaust vegna þess, að drengur- inn óskaði að kynnast fagnaðarhoðskapnum frá upphafi til enda. Þegar Noregur dróst inn í styrjöldina, ákvað stjórn Kristniboðsfélagsins að liætta fjárhagslegum stuðningi við Blindraskólann. — Auk þess her þess að gæta, að kristniboðinn, sem stjórnar honum, verður að vinná mestan hluta dagsins við sjúkrahúsið sem lyfjafræðing- ur og kennari hjúkrunarnemanna. Og hvernig fór?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.