Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 74

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 74
Júní-Júli. Guðsþjónustusöngur. i. Svo langt, sem vitað er aftur í tímann, hefir söngur veri'ð grein í guðsdýrkun manna. Fer þar saman tvent tilefni, bæði það, að vert virðist, að gjöfin hin dásamlega lofi gjafarann, og það, að söngur er mannssálinni áhrifamikið meðal til þess að vekja og glæða neista guðsættar, sem hún á í insta eðli sínu, veitandi fegurðarunun og sálarhelgun. Sérstaklega hafði guðsdýrkun Gyðinga miklar mætur á söng. Þaðan erfði kristnin þá hvöt, þótt börn hennar tækju lika upp sönglegt snið og táknanir, sem ])á ruddu sér til rúms frá grísk- um menningarbrunni. Segja má, að söngur hafi frá upphafi kristnu guðsþjónustunnar verið ein höfuðgrein hennar. Fyrst framan af munu hluttakendur guðsþjónustusamkomu hafa sungið allir, hver eftir sínum hæfileika. Síðar (á miðöld- um), er farið var að listræna sönginn meira, varð hann hlut- verk einstakra sönglærðra manna, og náði þá sérlegri viðhöfn, sem söfnuður hlustaði á án verklegrar hluttöku lil muna. Siðbót Lúters jók aftur safnað.arsönginn að miklu. Og bráðum skiftist sönglegt starf í kirkju í tvær greinar: Safnaðarsöng, oft leiddan af hljóðfæri, og söng (tón) prestsins, sem nálgast meir lestur, og svo er þetta enn. Þó starfar oft lika flokkur sönglærðra manna (kór) til tilbreytni og viðhafnar og einkum i horguni og stærri söfnuðum. Þjóðkirkja vor fylgir lúterskum sið, eins og allir vita, svo og í söngskiftingu; þó er hluttekning safnaðar miður almenn en skyldi. —■ Vil ég nú fara nokkurum orðum um hvora grein- ina fyrir sig. II. Samkvæmt nýjustu Helgisiðabók vorri er presti ætlað að tóna fyrir altari víxlsöng við söfnuðinn, messuhænir og innleiðslu altarissakramentis. Þess þarf varla að geta, að mikilsvert er, að þetta hlutverk préstsins sé vel leyst af hendi. Bæði lotning fyrir helgidóminum og guðdóminum, sem þjónað er, heimtar það, og svo er það áreiðanlega sterk hvöt fyrir söfnuðinn til góðs söngs frá sinni hlið, að presturinn sé sönggefinn og láti kirkjuna njóta hæfileika síns. En þvi miður verður eigi sagt, að þetta sé svo alment, sem óskandi væri. Þess skal þó minst, að á liðnum ár-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.