Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 10

Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 10
Nóv.-Des. Sálmur. Lag: Ó, þá náö að eiga Jesú. Lít til hæða, lít til hæða, lít til Guðs, hann er þér nær. Innst í sálum allra manna dtthvert blóm frá honum grær. Drottins náð og Drottins friður dulizt engum manni fær. Lít til hæða, lít til hæða, lít til Guðs, hann er þér nær. Lít til hæða, lít til hæða, lausnarinn hvar bíður þín. Okkur vill hann öllum bjóða upp að hástól Guðs og sín. Heyrið ekki! Kristur kallar: Komið hingað öll til mín! Lít til hæða, lít til hæða, lausnarinn hvar bíður þín. Lít til hæða, lít til hæða, ljúfa barn með gleði á brá. Finnurðu ekki, að um þig líður andinn helgi Guði frá? Þar er hjálpin, honum treystu, hann mun jafnan um þig sjá. Lít til hæða, lít til hæða, ljúfa barn með gleði á brá, Tryggvi H. Kvaran.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.