Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 16

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 16
302 Þórður Tómasson: Nóv.-Des. inn, sem saknar þín. Á aðfangadagskvöld langar alla heim. Þá má enginn vera úti og hafa hvergi höfði sínu að að halla“. Þeir gengu þegjandi um stund. Þá sagði hinn: „Segðu mér eitthvað um foreldra þína. Þótti þér fjarska vænt um þau?“ „Pabhi dó, þegar ég var lítill“. „En mamma þín?“ „Hvort mér þótti vænt um mömmu ------------ „Já, það þótti þér auðvitað. Og henni um þig. Segðu mér svolítið frá henni. Og um aðfangadagskvöld heima hjá ykkur“. Hann svaraði ekki, en tók að berjast við grátinn. „Það hlýtur að vera þungt að missa móður sína. En það er líka þungt fyrir foreldra að missa hörnin sín. Ef það'værir nú þú, sem værir dáinn, og móðir þín saknaði þín á aðfangadagskvöld. Það hefði verið enn þyngra. Nú er hún heima — hjá Guði — og heldur jól“. Ungi maðurinn leil snöggt til hans, en sagði ékkert. „Hvers vegna segir þú ekki neitt? Trúir þú ekki á Guð ?“ „Ég hefi nú heldur lítið orðið hans var“. „Þelta máttu ekki segja. Trúði ekki mamma þín á Guð ?“ „Jú“, svaraði liann lágt. „Þarna sérðu“. „Hvers vegna tók liann þá mömmu mína frá mér? Menn hafa heldur lítið af Guði að segja, þegar þeir eiga ekki annan samastað en þjóðhrautina og gististofuna“. „Guð er líka með þeim, sem svo er ástatt fyrir. Hon- um þykir jafn vænt um þá og alla aðra“. „Ilvað veizt þú um það?“ „Ég veit það. — Og það er einmitt þetta, sem jólin boða“. „Þú getur svo sem haldið yfir mér prédikun“. „Ég segi þér einskæran sannleikann.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.