Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 18

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 18
304 Þórður Tómasson: Nóv.-Des. einkasonur þeirra, stóri, góði, duglegi drengurinn þeirra. — í lífi mannanna kemur það fyrir, sem ekki er unnt að skilja, en þó verður að beygja sig fyrir. Leiðið uppi í kirkjugarðinum og steinniiln með nafni hans voru inn- sigli þess. Alll varð svo hljótt hjá gömlu hjónunum. Þau fundu, að ef þau ætluðu að talast við um það, myndi gráturinn grí])a fvrir. Einkum nú, er leið að jólum. Þau höfðu yfirleitt forðazt að nefna orðið jól. Þau liöfðu farið þögul saman upp í kirkjugarðinn og' prýtt leiðið með greni og nýjum blómsveigi. Og mamma bafði raðað grenikvistum um stóru myndina af syni þeirra, sem hékk á þilinu inni í stofunni. Þau höfðu ekki talað um það. En þá liafði pabbi grátið. Og nú var aðfangadagskvöld. Það hafði ekki verið bakað og steikt eins og áður hafði verið venja fyrir hátíðina. Mamma hafði nú samt náð sér í lílið jólatré. En það stóð kertalaust og skrautlaust í skotinu i hinni stofunni. Og þó — þegar kvöldskuggarnir sveipuðu jörð- ina og ómur kirkjuklukknanna barst inn lil þeirra, vaknaði hjá henni einhver jólatilhlökkun. Hún fann, að þeim liefði ekki farizt að öllu sem skvldi. Þau urðu að opna hús sitt fyrir hátíðinni. Ilún varð að gjöra ögn jólalegt i stofunni, líka vegna pabba. Honuni var þar svo þungt í skapi — átti i sáru sálarstríði. Hann var orð- inn svo ellilegur í andliti. Hendingar úr sálmi stigu upp úr djúpi hugans: Allir synd og sorgum hafni. Höldum jól i Jesú nafni. Hún kveikti og breiddi dúk á borð. Hún lagði á borð handa þremur, líka þar, sem sonur þeirra hafði vei-ið vanur að sitja. Það var öldruðum föður hans ofraun. Hann settist á legubekkinn og greip báðum höndum fyrir andlit sér. Hún kom og seltist hjá honum: „Góði pabbi. Mér fannst ég þurfa að búa honum rúm hér í kvöld. Það er eins og við eigum von á honum, og hann sé með. IJann á að vita það, að honum er ekki

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.