Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 23

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 23
KirkjuritiS. Vestur um haf. 309 Snemma. næsta morgun er óskýjað og sér sjóinn fjólubláan liiS næsta, en vestur hálsa Labrador og hálfkalna furuskóga. ViS lendum á víSum flugvöllum, þar sem heitir Gæsaflói. Er þar grúi af flugvélum af sömu gerS og okkar. ViSstaSa er stutt. ViS fljúgum suSur Labrador, og skil ég vel forna, íslenzka nafn- iS, Helluland, ])ví aS klappir einkenna þessar óbyggSir. Milli gróSurlausra klappanna eru tjarnir, óteljandi eins og vötn á Tvídægru. Innan skamms hylur þoka útsýnina, svo aS viS sjá- um aSeins vængina á flugvélinni framundan. Þegar birtir aftur eftir nokkrar stundir, brosa viS byggSir Bandaríkjanna, bæir og akrar, borgir og skógar, brýr og ár og vegir. Skip sjást á siglingu eftir vötnunum og bílar á brautunum, lik tilsýndar laufblöSuin á floti og skríSandi jutunuxum. Allt er eins og undir tæru vatni. Létt ský líSa fyrir hiS neSra, og í fjarska siglir glæsi- legur skýjafloti og eykur enn á fegurSina, unz hafiS sveipast og hylst á ný. Um hádegi lendum viS á flugvelli New York borgar og höf- um grætt fjóra klukkutima á fluginu vestur. Eru nú mikil um- skipti á orSin frá því kvöldiS fyrir. „London er stór borg, snart stærri en Stykkishólinur“, sagSi Sæmundur Hólm. SvipaS má segja um New York og Keflavík. Skýjakljúfa ber viS himin, meira en 100 hæSa háa, ös af bílum, ofsahiti, iSandi mann- grúi, enskukliSur. VerS ég þeirri stund fegnastur, er ég er kom- inn upp í 36. hæS i Madison götu nr. 595 til fundar viö vin minn, dr. Helga Briem aSalræSismann. Tekst honum'eftir langa mæSu aS útvega mér gistingu. Borgin er full af gestum og fán- um skreytt, því aS Eisenliower er þangaS' kominn til hátíSa- halds. Um kvöldiS sitjum viS Helgi saman i gildasalnum mikla í Astoria, frægasta og fegursta gistihúsinu í New York. Mér er þó ekki allskostar rótt. Á morgun verS ég aS komast flug- IfciSis á staS til Winnipeg, eigi ég aS ná setningu kirkjuþingsins. ÞaS teksl loks undir kvöld fyrir atbeina Helga Briem. Skömmu eftir náttmál 20. júní hverfur mér Ijósadýrö New York borgar. Til Winnipeg. Hugið gengur ágætlega tit fyrstu borgarinnar i Canada, 1 oronto. Flugan er aS sönnu miklu minni en hin fyrri og hreyflar ekki nema tveir, en vel skilar lienni áfram, og allur er aSbúnaSur ákjósanlegur. ViS komum um miSnætti, og ég fæ þá leiSu frétt, aS ég komizt ekki af staS liéSan norSur til ^ innipeg fyrr en um hádegi næsta dag. Er þá ekki um annaS

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.