Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 26

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 26
312 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.-Des. Guttormsson, prestur í Minneota í Minnesota, og séra Sigur'ður ÓJafsson. Séra Jóns .Bjarnasonar er oft minnzt, eins og vænta niá, er öld er liðin á þessu ári frá fæðingu hans. AðalminningarræSuna um hann flytur séra Rúnólfur Marteinsson, náinn vinur hans og kennari við Jóns Bjarnasonar skólann, meðan hann starfaði. 'l'il minningar um séra Jón verður gefin út á þessu ári bók með vöidum köflum úr ritum hans og jafnframt stofnaður minn- ingarsjóður presta til styrktar guðfræðinemum og konum þeim, er vilja búa sig undir kristleg störf, og til útgáfu góðra bóka. Safnast þegar á þinginu gjafir í sjóðinn. Vegna afmælisins hlýtur kirkjuþingið heimsókn dr. Fry, yf- irmanns lútersku kirkjufélaganna i Ameríku, er flytur erindi og prédikar. Hann er athafnamaður mikill og prýðilega máli farinn. Hann leggur megináherzlu á einingu kirkjunnar, lii þess að liún bregðist ekki lilutverki sínu á næstu árum. Undir því sé framtíðarhagur mannkynsins kominn. Uppskeran er mikii, en verkamennirnir fáir. Nú er einStætt tækifæri til út- breiðslu kristninni t. d. i Kína. Helmingur ieiðtoga þjóðarinn- ar er kristinn, en aðeins einn af hundraði hinna. Hefir verið beðið um 100000 kristniboða þangað að stríðinu loknu. Hann varar við halri til Japansmanna og spyr: Hvað liafa þeir gjört til að bæta siðgæði þeirra, er nú dæma þá harðast? Kvöldsamkomur eru haldnar þingdagana, þannig að skiptist á söngur og hljóðfærasláttur og ræðuhöld. Pétur Sigurgeirsson talar þar prýðilega á ensku. Hann hefir lokið viðbótarprófi i guðfræði við prestaskólann í Filadelphiu, en ferðast nú í sum- arleyfi sínu nokkuð um íslendingabyggðir og kemur alstaðar fram sér og landi sinu til sóma. Aðaihátíðarsamkoman er haldin á Jónsmessu, sunnudags- kvöld, og stýrir séra Valdimar Eylands henni vel og röggsam- lega. Séra Valdimar er einn af höfuðklerkum vestur-íslenzkrar kristni og vel pennafær. Hefir hann nýlokið samningu allmikils rits um lúterska menn í Kanada, og mun Kirkjufélagið gefa út. Hann er varaforseti Þjóðræknisfétagsins. Hann minnist í ræðu séra FYiðriks .Bergmanns og hvern meginþátt hann átti í því, að kirkjan var reist, sem við erum i, og annara starfa hans. I kirkjúnni er eirmynd af dr. Jóni Bjarnasyni og máluð ínynd af dr. Birni Jónssyni. Fyndist mér vel fallið, að þar kæmi einnig mynd af séra Friðriki. Mikill mannfjöldi er nú samankominn í kirkjunni, mun hún taka um 700 manns. Ég minnist starfa Kirkjufélagsins og forseta þess, einkuin séra Jóns Bjarnasonar,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.