Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 29

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 29
Kirkjuritið. Vestur um haf. 315 l>ing Hins samein. kirkjufél. íslendinga í Vesturheimi. Á 3. degi eftir iok afmælisþingsins ætlar Hið sameinaða kirkjuþing íslendinga í Vesturheimi að hefja þing sitt, í Árborg við íslendingafljót í Nýja-tslandi. Séra Pliilip Pétursson hafði heðið mig að flytja jiar erindi og kemur nú um nón þingsetn- ingardaginn í bil sínum til að taka mig með sér norður. Er hann ritari þingsins.Við erum sex saman í bílnúm, vinir og- kunn- ingjar. Heldur er þungfært, því að regn er og vegir mjög blau!- ir. Kemur það sér því einkar vel, er húsráðendur á Gimli standa úti og iaða gesti lil kaffidrykkju. Þingið í Árborg hefst um kvöldið með guðsþjónustu, og stígur séra Eyjólfur Melan, prest- ur í Rivertonþorpi, í stólinn. Hann er guðfræðingur frá Há- skólanum á íslandi, vel gefinn maður og skáldmæltur, enda bar prédikun hans þess vitni. Siðan setur forseti, Hannes Péturs- son, bróðir dr. Rögnvalds, þingið þar í kirkjunni og flytur gagn- hugsaða þingsetningarræðu. Þingstörf hefjast. Að lokum segir Pétur Sigurgeirsson frá Háskólanum heima, einkum guðfræði- deildinni. Þrátt fyrir óhagstætt veður og færð eru þegar komn- ir 1. kvöldið 50—60 fulltrúar og gestir. Þingið stendur nokkuð á 3. dag, eða fram til hádegis 2. júlí. Jafnframt heldur Samband íslenzkra frjálstrúarkvenna í Norður-Ameríku ársþing sitt, og l>aga bæði þingin svo störfum sínum, að þau geta haldið þing- fundina til skiptis í kirkjunni. Rætt er um störfin í söfnuðun- um og hvernig reynt skuli að hæta úr vaxandi prestaeklu, um útvarp og leikmannastarf. Megináherzla er lögð á mannúðarmál og líknarmál allskonar og að menn sýni kristindóm sinn i verki. Er mikil eining rikjandi. Ávörp og erindi eru flutt, m. a. tai- ar Sveinn Thorvaldsson, kaupmaður í Riverton. Og Kvenna- sambandið gengst fyrir góðri og fjölbreyttri skemmtisamkomu. A sunnudagskvöld 1. júlí er fjölsótt sainkoma í kirkjunni, og flyt ég þar erindi um kirkjuna á íslandi. Á eftir heldur for- seti ræðu. Síðasta þingdaginn fara fram starfsmannakosningar. Er þá Hannes Pétursson kosinn útbreiðslumálastjóri, en séra Eyjólfur Melan forseti í hans stað. Kona lians, frú Ólavía, er kosin forseti .Bandalagsins. Hún er mikil gáfukona, liefir verið kennari um langt skeið og er ágætlega máli farin. Með þessu er þó ekki drepið nema á annan jiátt þessa þings. Hinn er náið samlíf og persónuleg kynni utan funda, sem Ár- horgarsöfnuður veitir aðstöðu til og heimili íslenzkra iæknis- hjóna, Svcins E. 'Björnssonar og frú Marju, annálað fyrir gest- > ísni, fegurð og hverskonar myndarskap. Að því safnast bilarnir utan funda. Þar er fulltrúum þinganna beggja veitt af hinni

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.