Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 36

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 36
322 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.-Des. gestrisni. Vegur okkar liggur rétt fyrir vestan Manitobaháskóla og suður með Rauðaránni. Ekur Bierring mjög greitt, svo að við erum komin eftir tvœr stundir að Bandaríkjalínunni. Þar urðu þau hjónin að snúa við. En mín bíður Frímann bóndi Einars- son frá Almviði á Mountain með bíl sinn. Hafði ég kynnzt honum áður og konu lians á kirkjuþinginu í Winnipeg. Við ókuin suður Pembina, og bendir Frímann mér á býli íslendinga liér og hvar. Eftir þvi, sem sunnar dregur, verða akrar fegurri og þroskameiri, en í Kanada eru þeir víða síðsprottnir sökum óvenjulegra kulda á þessu sumri. Loks sé ég akra, sem mér virðast bera af öllum öðrum og spyr, hver eigi þá. „Þetta eru mínir akrar", svarar Frímann. „Við erum að koma heim“. Rétt á eftir blasir við okkur prýðilegt hús, rnálað hvítt og blátt, með samlitri girðingu fyrir framan og unaðslegum blómgarði, en að baki álmviðarlundur. Allt er í samræmi hvað við annað úti og inni, og blómvendir eru gefnir úr garðinum nágrönnum, vinum og vegfarendum. Húsfreyja fagnar okkur í dyrunum: Ég finn, að ég er ekki aðeins gestur, heldur vinur. Rétt á eftir koma þangað Björn Olgeirsson, hróðir séra Einars á Borg og þeirra systkina, og kona hans, vel gefin hjón og fylgjast prýði- lega með þvi, er gerist lieima á Islandi. Eftir dálitla stund för- um við til veizlu á prestssetrinu að Mountain. Sér þar enn lítt ferðasnið á, þótt prestshjónin og börn þeirra taki sig upp liéð- an eftir fáa daga. Samverustundin verður mjög liátíðleg við það, að barnsskírn fer fram. Við séra Haraldur ökum í kvöld- blíðunni suður að Garðar, og nýtur byggðin sín vel. í kirkj- unni eru sungnir sálmar og ættjarðarljóð, og séra Haraldur mælir til mín nokkrum orðum. Ég flyt siðan erindi um liagi íslenzku þjóðarinnar bæði á andlegu og verklegu sviði. Að loknu erindinu bera konur fram rausnarlegar veitingar i kjallara kirkjunnar, og sitjum við þar lengi við samræður. Um nóttina er ég á heimiii Jóns Ólafssonar, bróður séra Krist- ins, og frúar lians, sem er dótturdóttir Péturs Guðjolinsens. Þau eru mestu merkishjón. Hann var um langt skeið þingmaður, vel metinn. Hann er mikill maður vexti og allstórskorinn, talar liægt og vegur iivert orð. Virðist mér hann bæði vitur og góð- gjarn. Kona lians er ágætlega menntuð, skörungur og drengur góður, eins og sagt var um Bergþóru. Um morguninn kem ég til vina minna og sóknarbarna fyrverandi frá Mozart, Jóns Laxdals og frú Soffíu stjúpdóltur lians. Hann lieldur sér ágæt- lega, þótt liann sé nokkuð á áttræðisaldri, og kastar enn fram stökum. Eftir hádegi sýna þau Jón Ólafsson og frú hans mér

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.