Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 37

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 37
Kirkjuritið. Vestur um liaf. 323 Kristján G. Kristjánsson og konu hans. Gift 7. júní 1876. nokkuð um byggðina, en minna þó en til var ætlazt, því að við lendum í ofsaregni með þrumum og eldingum. Er það ómetan- lega mikils virði fyrir akrana nú, og kvartar þvi enginn, þótt komi ofaú i hálfþurrt heyið um sláttinn. Jón Ólafsson sýnir mér eirspjald fagurt til minningar um séra Friðrik Bergmann, létu þau gjöra fermingarhörn hans á hálfrar aldar l'ermingar- aimæli sínu og greypa í kirkjuvegginn. í Garðarkauptúni njót- um við gestrisni Kristjáns kaupmanns Kristjánssonar frá Bol- ungarvík og frúar hans. Skilst mér, að þau muni vera ein þeirra, sem reist hafa skála sinn um þjóðbraut þvera. Kveldverð borða ég hjá aldursforseta Mountainbyggðar, Kristjáni G. Kristjánssyni, hálftíræðum, Skagfirðingi að ætt og uppruna, teinréttum og höfðinglegum. Hann ræðir fyrst við mig um stjórnmál og stefnu Jónasar frá Hriflu á valdaárum hans, sem honum þykir mikið til koma. Hann ies Tímann að staðaldri og hefir hann við höfðalagið á nóttunni. Féll honum þungt, er ieiðir Jónasar og Tímans skildu, en nú mun Tíminn hafa betur í huga lians. Eftir nokkra stund snýr hann talinu að öðru. „Nú ætla ég að sýna þér gimsteininn minn“, segir hann og leiðir mig inn til konu sinnar, sem lögst or i kör. Hafa þau lifað í hjóna- bandi í meira en % aldar og eignast fjölda afkomenda. Hún er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.