Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 41

Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 41
Kirkjuritið. Vestur um haf. 327 að hefjast i Wynyard. Er nú ekið svo hratt, að mér þykir viss- ast að segja við bílstjórann — og er ég þvi þó óvanur —- að ekki muni saka, þótt við komum 5—10 mínútum of seint. Árin, sem ég var prestur i Wynyard, 1912—14, messaði ég i samkomuhúsi. Nú hefir söfnuðurinn minn gamii stóra múr- steinskirkju til umráða. Þegar ég geng inn í hana úr skrúð- húsi, er hún alskipuð fólki. Ég þekki nokkura, einkum eldra fólkið — en tiltöluiega fáa. Þarna situr skammt frá mér Óli Björnsson, sem var einn af forystumönnum safnaðarins, þeg- ar ég kom fyrst til hans, og er enn safnaðarforseti. Hjá hon- um sitja kona hans og ekkja forsöngvarans míns, Óla Hall, báðar háaldraðar. Og þarna er Sigfús Bergmann, sem sendi mér köll- un safnaðarins fyrir 33-árum og er nú orðinn Jórsalafari eins og ég. Hann er undralitið breyttur, aðeins hár og skegg orðið hvítt. Fermingarbörn min, sem nú hafa hálfnað fimmta tuginn, þekki ég enn engin, sem varla er við að búast. Sjaldan hefir mér þótt betra að tala í kirkju, því að kyrrðin er svo djúp. Margra sakna ég. Þeir eru komnir vestur að Kyrrahafi, eða yfir liafið ■mikla. En þó tek ég nú í liendur margra sem ég þekkti hér áður. Einn þeirra er Gísli Benediktsson, prests Eyjólfssonar. Iiann á heima rétt lijá kirkjunni, og við söfnumst saman mörg á heimili lians og frúar lians eftir messuna og njótum í ríkum mæli gestrisni þeirra. Wynyardþorp hefir stækkað mikið, síðan ég fór iiéðan, svo að ég þekki það varla aftur, þegar ég geng um göturnar morg- uninn eflir. Nú eru þær steinlagðar þar, sem voru fjalir áður, og komin reisuleg hús. íbúarnir munu vera liátt á 2. þúsundi. Eg leita uppi ýmsa kunningja mína og vini. Einn þeirra Ólafur (Oddsson) Magnússon, ættaður úr Dalasýslu, fylgir mér í graf- reitinn, fallegan skógarlund, ágætlega hirtan. Er hann sagður annar fegursti grafreitur í fylkinu og ber menningu Wynyard- búa gott vitni. Annars hefir þetta byggðarlag átt við erfiðleika að stríða, uppskerubrest árum saman. En nú er það að rétta við. Sprettan á ökrunum er að vísu í seinna lagi nú, Þó er útlit sæniilegt, ef ekki koma næturfrost snemma, getur meira að segja orðið ágæt uppskera. Eftir liádegið þennan dag förum við séra Sigurður með kanadiskum presti vestur til Kandahar og tölum þar allir við útför Jóns B. Jónssonar, bróður dr. .Bjarnar sveitar- höfðingja. Hafði ég hlakkað til að hitta hann og rifja upp aftur veruna á heimili hans og sleðaakstur okkar saman á ísum, en nú varð koma mín með þessum hætti. Fjölmenni fylgdi til graf- ar hinum vinsæla og góða dreng. Um kvöldið safnast enn saman

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.