Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 43

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 43
KirkjuritiS. Vestur um liaf. :í20 ./. Magnús Bjarnason og kona hans. Óli Björnsson og kona hans. staðar i Elfrosbyggð að heimili þeirra Sigurðar Sigurðssona. frá Stóra-Kroppi í Reykholtsdal og frúar hans. Þau hafa búið langa hríð með miklum dugnaði og myndarskap og sigrast á erfiðleikunum. Börn þeirra nú eru öll uppkominn og hin mann- vænlegustu. Einn sonur var þar heima við búskapinn, mikili maður vexti og hinn mannvænlegasti. Við ökum inn i Elfros- þorpið og komum til .1. Magnúsar Bjarnasonar skálds og konu hans, sem liggja bæði, af völdum sjúkdóms og elli. Magnús er þungt haldinn, en ber þrautir sinar með sömu hetjulund og fornmenn, sem hvorki létu sér bregða við sár né bana. Heið- í'ilcja hugarins einkennir hann jafnframt karlmennskunni. Hann skrifar aðeins bréf sér til dægrastyttingar en ekki sögur leng- ur. „Ég læt vera, þótt hann sé hættur að ljúga“, segir kona hans glettnislega, og skilzt mér, að ekki muni hún draga úr kjarki hans. Frá Elfros ökiun við til Leslie og sitjum 80 ára afmælisfagnað Jóns Ólafssonar úr Reykholtsdal. Er þar marg- menni og fylgir okkur séra Sigurði til járnbrautarlestarinnar, sem flytur okkur aftur til Winnipeg.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.