Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 46

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 46
332 4smundur Guðmundsson: Nóv.-Dcs. Maju er nú stórum rikniann- legra en þá. En yfir er sanii fallegi og fyrirmannlegi blær- inn. Tvö kvöld þessara daga, 19. og 20. júli eru mér haldin samsæti og gefnar vingjafir, hiö fyrra í veglegasta gistiliúsi Winnipegborgar, og gengst Evangeliska kirkjufélagið fyrir því, hið síðara að lieimili Páls S. Pálssonar og konu hans, frú Óliiui og hitti ég þar aftur marga af fulltrúunum frá Ár- borg. Þykir mér vænt um all- an þennan vinarhug, og þó einkum fyrir það, hve liann beinist til kirkju íslands og þjóðar. Er ég í engum vafa Prófessor Richarcl Reck. um það, að sú stefna er rikj- andi í kristni Vestur-íslend- inga, að. sambandið eigi að verða sem nánast milli hennar og þjóðkirkjunnar heima á íslandi. Þau Páll og kona hans bera hag íslands fyrir brjósti hverja stund. Hann er gáfumaður og skáld gott og hefir gefið .út ljóðabók, sem hann nefnir Norður- Ileyki eftir bernskuheimili sínu. Konan hans tekur mikinn þátt með bonum í félagsmálum. Hún er kvenna vænst og verður Fjallkona. íslendingadagsins á Gimli 6. næsta mánaðar. Þau hjón varðveita hjá sér niold lieiman frá íslandi líkt og helgan dóm. Vestur að Kyrrahafi. Aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí stíg ég upp í flugvél og skil við Winnipeg. Hefir henni seinkað nokkuð, svo að nú má ekk- ert út af bera, ef ég á að geta messað í .Blaine vestur við Ivyrra- haf kl. 11, eins og auglýst hefir verið. Winnipegljósin hverfa, og nú sést ekkert fyrir náttmyrkrinu. Umsjónarstúlkan í flug- vélinni er íslendingur, frá Wynyard. Eftir eykt lendum við í Regina í Sask. og eftir aðra eykt í Lethbridge í Alberta. Þá er kominn bjartur dagur og sjáuin við vel klettafjöllin í vestri. Landið hækkar og verður hólótt mjög. Við fáum súrefnisgrím- ur, því að nú á að fljúga hátt upp yfir fjöllin. Ótal tindar og hyrnur rísa. Heitið Klettafjöl 1 er auðsjáanlega vel valið. Fyrst

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.