Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 48

Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 48
334 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.-Dcs. Hann er 73 ára að aldri, en litur ekki út fyrir að vera eldri en um fimmtugt, svo hollt reynist honum sumarið eilífa á Kyrra- hafsströnd. Hann lifir í söngvalieiminum og kona hans hið sama. Ég er hálf þreyttur eftir vökunótt, en má þó helzt ekki sofna í bílnum, því að hér er alstaðar Paradísarfegurð. Blá him- infjöll á báðar liliðar, haf og vötn og sigrænir skógar. Lykja trjágöng um breiðan steypuveginn. Þar eru innan um gömul sedrustré, segir Sigurður Helgason mér og sýnir mér eitt. Viö ökum um ýmsa broshýra bæi, smærri og stærri, suma á stærð við Reykjavík, og að lokum, eftir þriggja klukkustunda ferð við- stöðulítið, inn í stórborgina ungu, Seattle. Messa er hafin klukkustund siðar. Fyrir altarinu þjónar Kol- beinn Sæmundsson, virðulegur maður og skáldmæltur. Ég flyt prédikun fyrst og þá erindi. Að því loknu eru bornar fram rausnarlegar veitingar í kjallara kirkjunnar, og ræði ég lengi við kirkjufólkið. Skilst mér, að safnaðarlíf þroskist vel undir forystu séra Haralds Sigmars yngra, sem lætur æskulýðsstarfið mjög til sín taka. í Seattle dvelst ég siðan á beimili Kolbeins Þórðarsonar ræðismanns og konu hans fram á þriðjudagsmorgun. Hann er Borðfirðingur, fæddur að Hofstöðum i Hálsasveit, mikill vexti og liöfðinglegur. Hann er jafnaldri Sigurðar Helgasonar og á- móta unglegur. Hann er maður yfirlætislaus svo sem bezt má verða, og i svip bans tign og ró. Kona lians er lík lionum að göfgi og höfðingskap, og eru fá lijón, sem mér hefir litizt bet- ur á. Hús þeirra er mjög snoturt, og þó einkum lystigarðurinn umbverfis það með laufskála og fiskitjörn. Kolbeinn ekur mér um borgina, sem stendur fallega um skógi vaxna bóla og dæld- ir milli Washingtonvatns og bafsins. Komumst við út fyrir borg- ina til þorps eins, þar sem fjöldi verkamanna er við, en hílar þeirra híða á meðan i hundraðatali, fægðir og fallegir, gleði- legur vottur um velmegun þeirra. Leiðina heim styttum við okkur á ferju og njótum þannig enn betur sumardýrðar hér- aðsins. Kolbeinn fer einnig með mig til þeirra, sem ég' helzt þarf að hitta. frú Önnu Einarsdóttur Grandy úr Vatnabyggðum, glæsilegrar gáfukonu, Halldórs smiðs Sigurðssonar, bróður Guð- brands á Svelgsá og þeirra systkina og frúar lians og' að lok- um um kvöldið til sýsbmga okkar Jóns Magnússonar, sem gætir hókasafns þeirra Seattle-íslendinga, og konu hans. Þar er gest- risni mikil og margt manna, m. a. frú Jakobína Jobnson skáld- kona. Hún ferðast um víðsvegar og flytur endurgjaldslaust er-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.