Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 51

Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 51
Kirkjuritið. Vestur um haf. 337 um sínum og varpa öndinni þreytulega. Við erum á flugvelli 140 milur suður af New York. Fimm dögum seinna, 1. ágúst, liefst flugið frá hervellinum í Presque Isle í Main. Við erum 7 íslendingar í stórri herflug- vél. Flogið er í 3 áföngum, en staðið við á Labrador og Græn- landi. Við erum 3Vi stund á fluginu hvern áfangann, eða 10% til Keflavikur. Flugið yfir Grænlandsjökla er stórfenglegra en orð fá lýst. Nýfallinn snjór hylur linda og bungur, allar linur mjúkar og fagrar, undratign og æfintýraljómi yfir þessu víð- tenda vetrarríki og háa helgidómi. Skriðjöklar fylla gil og skorninga, og augað getur fylgt þeim, unz sjórinn brýtur þá. íshrönglið nær langt út á haf. Hvílík dirfska að nefna tand þetta Grænland. Hvitserkur er sanni nær. Jóhann Sigurjónsson sagði eitt sinn við mig í gamni, að fyrir þann, sem kæmi austan um haf, væru Færeyjar slúður- saga um ísland. Oðru vísi fer þeim, er yfir Grænland flýgur lil íslands. Grænland hoðar honum glæstustu fegurð Fjallkon- unnar. Rn heimkoman ein, að hún er móðir. Horft um öxl. Þessar vikur vestra sá ég glöggt, hverjum breytingum tím- inn veldur á aldarfjórðungi. Kynslóð kveður, og önnur ný kem- ur fram á sjónarsviðið. Þeir, sem ég þekkti áður í broddi tífs- ins, gerast nú gamlir og hárir. Aldrei hefi ég verið minntur átakanlegar á orð Krists: „Lífið er brú. Vér eigum að ganga yfir hana en ekki reisa oss fasta bústaði á henni“. Máttur íslenzkunnar i Vesturheimi reynist miklu meiri en margur tiugði. Henni er ekki fylgt til grafar með gömlu kyn- slóðinnj. Við fyrri vesturför mína var þvi spáð, að íslenzkan yrði útdauð vestra eftir 25 ár. Nú dirfist enginn að bera fram slíkar hrakspár. Kirkjan og Þjóðræknisfélagið eiga beztan þátt- inn í varðveizlu íslenzkunnar, og mun svo enn um langa hríð. Kirkjulífið er að ýmsu orðið heilbrigðara. Ófriðarbálið, sem logaði fyrrum milli frjálslyndrar og ihaldsamrar kristni Vest- ur-íslendinga, hefir nú lægt. Friðarorð og vinsemdar eru borin á mitli og rætt um samstarf og sameiningu. Og báðir fylkingar- armarnir vilja af alhug náið andlegt samband við kirkju íslands. Yfirleitt fytgjast Vestur-íslendingar nú miklu betur með því, sem gerist á íslandi. Áhuginn vex á þvi að koma heim og kynn- ast heimaþjóðinni betur, svo er einnig um þá, sem bornir eru og barnfæddir vestan hafs. Öll samskiptin á stríðsárunum liafa liaft mikil áhrif á þá, og það, að nú er ekki lengur meira en

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.