Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 52

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 52
338 Á. G.: Vestur um haf. Nóv.-Des. dagleið á railli. Þeira þykir vænna en áður um heimaþjóðina. Þeir vita breytinguna á liugsunarhættinum: Nú eru þeir ekki lengur taldir glataðir ættjörðinni, sera vestur eru farnir, heldur sannir synir íslands og dætur og því til sóma og gengis, hvar sem þeir eru. Bræðraböndin yfir hafið mun nú auðið að treysta örugglega með ýmsum hætti. Samgöngur þurfa að aukast á milli, kynn- isferðir, verzlun og önnur viðskipti. Það er vel, er námsmenn héðan að heiman sækja þá skóla vestra, sem beztir eru, og skyldi svo enn. Eins eiga Vestur-íslendingar að .stunda nám við skóla hér, og munu sumir þeirra hafa fullan hug á því. Samband kirkju íslands og kristni Vestur-íslendinga verður að eflast við prestaskipti um lengri eða skemmri tíma og komu fulltrúa á víxl yfir hafið, og mun ekkert vænlegra til samein- ingar þjóðarbrotunum. Þá er nauðsynlegt að greiða götu bók- menntum Vestur-íslendinga hér heima og okkar vestra — með því t. d. að selja bækur og blöð aðeins á kostnaðarverði. Er livorttveggja svo dýrt þar, að mjög dregur úr sölu og út- hreiðslu, og harma margir Vestur-íslendingar j)að. Ef þörf ger- ist, ber íslenzka rikinu einnig að legga fram nokkurt fé til styrktar þessu sambandi. Hvorirtveggja, Austur-íslendingar og Vestur-íslendingar, þurfa að skiija og greypa sér í hjarta, að svo verður gifta þeirra mest, að ])eir haldi vel samail eins og ein þjóð. Við það stækkar þjóð- in og batnar báðtim megin hafsins. Það er haft eftir forseta íslands, að hann liafi ekki vitað, hve ísland var stórt, fyrr en hann kom til Vesturheims. Mér finnst þetta mjög fallega sagt og alveg í samhljóðan við mína' reynslu. íslendingabyggðirnar vestan hafs eru mé'r eins og hluti af íslandi, og með það í huga sendi ég þeim og öllum vin- um mínum þar kveðju, þakkir og árnaðaróskir. í þessu felst einnig mikil brýning. Sýnum það og sönnum, að þetta eru ekki ofsjónir einar og hillingar, heldur bjargfastur veruleiki, sem mun standast straum tímans á komandi árum. Ásmuíidur Gtuðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.