Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 54

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 54
Nóv.-Des. Séra Friðrik Friðriksson. Séra Friðrik Friðriksson er nú kominn heim frá Dan- mörku eftir margra ára burt- veru. Hefir hann ritað þar œfi- sögu sína, flutt erindi og pré- dikað og gerzt leiðtogi ungra manna, sem hafa náð að kynn- ast honum. Mun hann einna nafnkunnastur f^lendinga, þeirra sem nú eru uppi, • og minnast margir hans, er þeir heyra góðs manns getið. Við höfum mjög má'tt sakna hans þessi ár, og vonum við nú, að ástúð hans tii allra, bæði skoðunarbræðra og annarra, megi méta sem mest þann fé- lagsskap, er hann hefir stofn- að hér á landi innan vebanda þjóðkirkjunnar. Veit ég engan líklegri en hann til þess að geta flutt með heilögum krafti ræðu Jóhannesar safnaðaröldungs frá Efesus: Börn mín, elskið hvert annað. Við fögnum því að hafa fengið hann til okkar fyrir jólin og bjóðum hann velkominn af öllu hjarta. Á. G. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup befir verið skipaður dómpröfastur í Reykjavíkurprófastsdæmi. Séra Björn Magnússon prófastur hefir nú fengið veitingu fyrir dósentsembættinu i guðfræðideild Háskólans frá 1. okt. síðastl. að lelja, enda hóf hann þá þegar kcnnslu sína. Sigurður Birkis söngmálastjóri er nýkominn heim úr ferðalagi sinu um landið til að stofna o æfa kirkjukóra. Hefir honum orðið mikið ágengt sem fyr, o á skilið alþjóðar lof fyrir starf sitt. Prestsvígsla. Lárus Halldórsson cand. theol. var vigður prestur til Flat- eyjarprestakalls í Barðastrandarprófastsdæmi, sunnudaginn 14. okt., en veitingu fékk hann 1. okt. að lokinni prestskosningu. to ’cc

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.