Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 57

Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 57
KirkjuritiS. Ljósið frá Kristi. 343 kirkjulegum fundi í Reykjavík á fvrsta ári nýliðinnar heimsstyrjaldar vár atliygli fundarmanna í sambandi við liina ógnþrungnu tíma vakin á þessum orðum frels- arans: „Þetta mun verða yður tækifæri til vitnisburð- ar“. Og nú er þessi ægilega styrjöld talin á enda. Hvern- ig höfum vér notað tækifærið? Hvernig höfum vér í þessu efni staðizt frammi fyrir mannssyninum? Gæti ekki hugsunin um það orðið oss hvöt til að vakna enn betur, svo að Kristur megi lýsa oss? Oss kristum mönnum er í heimi hverfulleikans hoð- in dýrð eilífðarinnar. Oss er boðinn þegnréttur í ljóssins ríki. Oss er boðin sú hlessun að verða eins og postuli Drottins orðar það: „Samþegnar hinna lieilögu og heimamenn Guðs“. Ef vér göngum þannig Guði á liönd, göngum með djörfung inn í hið heilaga, eftir veginum þeim, sem Jesús sýndi oss og vígði oss til lianda í lífi og dauða, þá lifum vér lífi voru i öruggu trúartrausti til fyrirheita, sem ekki geta brugðizt, vitum, að vér eig- um það sælunnar takmark í vændum, að „standa upp fyrir alveldis stól, þar eilífðar liirðin situr að horðum“. „Vakna þú, sem sefur og rís upp frá dauðum“. Ó, að þessi vekjandi áskorun kristindómsins mætti heyr- ast gegnum glauminn og' ysinn, mætti brjótast gegn um andvaraleysið og ábyrgðarleysið eins og ljósgeislinn gegn um myrkur. Ef þú vaknar og rís upp frá dauðum, þá muri Kristur lýsa þér. Það vitum vér, að eru mikil, stórfelld um- skipti í lífi hverrar sálar. Þá drotnar eigi myrkrið fram- ar yfir mér. Þá er ég eigi lengur vegavilltur, þarf eigi framar að óttast ógnir næturinnar. Ljóshjartur leið- sögumaður er þá með mér i för til þess að lýsa mér alla leiðina, og fá mér það lausnarorð, það sigurmerki í hendur, sem opnar mér dyrnar að samfélagi hinna útvöldu. Þetta er það, sem Kristur vill mér og þér per- sónulega; þannig vill liann og' hefir ávallt viljað lýsa oss.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.