Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 58

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 58
344 Á. S.: Ljósið frá Kristi. Nóv.-Des. Nú voniun vér, að nýr morgunn sé að rísa yfir valköst- um og rústum og sviðinni jörð, eftir langa nótt styrj- aldarinnar. En öll von vor er grundvölluð og reist á Jesú Kristi. Af því að kirkja hans hefir starfað á jörðinni til þessa dags, liefir eigi látið nafn hans gleymast, hefir horið orð lians frá einni kynslóð til annarrar, þessvegna vitum vér, að hann sjálfur, frelsarinn, er enn á ferð um lielj arslóðir, hlóðakra og táradali jarðar vorrar, skrýdd- ur guðlegri hátign og kærleiksdýrð. Enn er hann Guðs útrélta hönd til mannanna. Enn er hann rödd föðurins, er kallar til sín alla, sem erviða og' hlaðnir eru þunga. til þess að veita þeim hvíld. Og enn er máttur hans samur sem fyrr, mátturinn til að endurnýja og lielga líf allra, er gefast honum í hræsnislausri, lifandi, hjart- ans og viljans trii. Kristur er lifandi og starfandi í kirkjunni, líkaman- um, þar sem hann er höfuðið. Án hans væri kirkjan líka tóm og tilgangslaus, eins og afhelgað musteri. En Guði sé lof, að Kristur lifir í kirkju sinni, og hirtir þar enn mátt sinn og mildi, elsku sína, líkn og hlíðu, samfara heilagri sannleiksást og krafti viljans. Kristur er enn lifandi í kirkju sinni. Það hafa styrjaldarárin sýnt í lífi og baráttu þeirra, sem létu ógnatímana verða sér tækifæri til vitnisburðar. Blessaðir séu hinir trúu vott- ar, sem þá eins og jafnan áður sýndu, að Kristur er lifandi í kirkju sinni og lýsir þeim, sem þar vakna af svefni og rísa upp frá dauðum. Látum einnig lýsa oss dæmi þeirra, sem þannig sýndu, að kraftur Ivrists var verkandi í þeim. Biðjum þess af einlægum lijörtum, að Kristur megi lýsa oss alla daga, þó að hver, sem hon- um fylgir, gengur aldrei í myrkri. Árni Sigurðsson. Látnir prestar. Séra Halldór Bjarnarson frá Presthólnm andaðist 19. sept. síðasll., nær níræðnr að cldri, og séra Kjartan Kjartansson frá Staðastað 1. nóv., á 78. aldursári. Munu minningargreinar um þá báða verða birtar síðar hér í ritinu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.