Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 59

Kirkjuritið - 01.12.1945, Síða 59
Kirkjuritið. Tímamót. Erindi, flutt 10. sept. sl. á Hinum almenna kirkjufundi á Akureyri, af séra Friðrik A. Friðrikssyni. Formaður Prestafélags íslands hefir mælzt til þess, að ég flytti hér erindi um tímamól, og vil ég í því efni sýna honum skylduga hlýðni. Sumir vitrir menn hafa sagt, að tíminn sé ekki til, — að það, sem muni gerast, sé nú og hafi alltaf verið að gerast. Hitt er þó fyrir venjulegri mannlegri vitund sanni nær, að tíminn sé viss sérstæður veruleiki, sem skoða megi frá ýmsum sjónarmiðum. Stundum sjáum vér hann sem jafnslreyma, flúða- og fossalausa elfi, og i krafti þeirrar skynjunar látum vér klukkur vorar ganga. Hinn sprettinn sjáum vér tímann sem síbreyti- legan straum, þar sem stöðugt mætast lygnur og fossa- föll. Fyrir því tölum vér um margs konar tíma og tíma- mót, svo og tímanna tákn. Mér kemur til hugar að tala um tímamót í þrenn- um skilnirigi. Fyrst eru þau tímamót, sem allir sjá, því að yfirborðsskiptin í elfi tímans þurfa engum að dylj- ast á þeirri dæmalausu fréttaöld, sem nú er. En hvað her svo elfur sú ósýnilegt í djúpi sínu? Ég hugsa mér tvennt: Annað, sem geta má sér til um með sæmilegri vissu, en er og verður án mannlegs tilverknaðar. Hitt, sem þar kynni að finnast, en eingöngu verður fyrir á- kvörðun manna og' átök.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.