Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 63

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 63
Kirkjuritið. Tímamót. 349 ing bindur alla ábyrga menn, lærða og leika, trúarlegu félagsstarfi. Vöntun þeirrar sannfæringar aftur á móti losar menn einstaklega þægilega við alla ábyrgð og ó- mök í þessu efni, og þessvegna hætt við, að bún sé ekki endilega alltaf sprottin af tárbreinni vitsmunalegri ráð- vendni. Þó kann svo að vera stundum. Víst er um það, að það hefir verið viðfangsefni og keppikefli ýmissa mikilsháttar efnishyggjumanna að sýna fram á, að ekkert samband ætti sér stað milli trúar og siðgæðis. Sjálfur skáldkonungur Islands (er sumir kalla svo) hef- ir í viðtali við mig fortekið með öllu, að um nokkurt slíkt samband væri að ræða. Endalaust draga menn skakkar álvktanir af því, að til eru trúaðir menn, sem skortir siðgæði, og vantrúaðir menn, sem eru drengir góðir. „Heiðnir" siðfræðingar iiafa mikið við það bjóstr- að að smíða bindandi, fullnægjandi siðgæðismegin- regLu, sem óbáð væri andlegri trú, en alltaf, að því er mér virðist, komizt að niðurstöðum, sem jafnast á við það, að mönnum sé sagt að taka sig upp á sínu eigin hári. Þessi síðasta styrjöld og allur hennar kunni og aug- ljósi aðdragandi taka af öll tvímæli í þessu efni. Það sem áður mátti ef til vill — með ýtrustu tilhliðrunar- semi —- kalla skynsamleg' sannindi aðeins, er nú full- gild reynsluþekking. Þar sem trúin á Gnð Föður og við- urkenningin á bræðrarétti barna hans, lwers gagnvart öðru, fjara út, þar fjarar siðgæðið út. Þar deyr mann- úðin. Þar eru öll mannleg verðmæti í háska. Eða hvern- ig gátu þjóðir, sem um langt skeið Jiöfðn gengið á und- an um æðstu menningu, — skáldskap, listir, vísindi, heimspeki, guðfræði, andlega frelsisbaráttu, kristilegt beimilislíf — fallið niður í eymd takmarkalausrar vakl- beitingar, grimmdar og' hryðjuverka? Svarið er, lauk- rétt og ófengjanlegt: Þær voru afkristnaðar. Skapi þessi dýrkeypta reynsla ekki tímamót í viðhorfi mannkvnsins til trúar og trúrækni, þá er leiðtogum þess

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.