Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 64

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 64
350 Friðrik A. Friðriksson: Nóv.-Des. ekki sjálfrátt. Hversu oft sem það hefir verið sag't og prédikað, samþykkt og' vefengt, þá verður að segja það enn: Siðgæði, stutt af trú, er forsenda mannkynsvel- ferðar. Þ. e. með orðum nýafstaðins biskupafundar: „Meginhugsjónir kristindómsins, eru þungamiðja þjóð- lifsins“.----- III. Til eru þau tímamótaatriði, sem æskileg eru og hug's- anleg, en óviss þó fyrir þá sök, að þau eru háð mann- legum vilja og verknaði. Því að einnig elfi tímans má að nokkru marka far- veg, stefnu og straumlag. í þessu eru fólgin tækifæri vor og ábyrgð. Eftirfarandi athugasemdir miða ég mest við heima- hagana og fer fljótt yfir. Þau tímamót þyrftu að vera komin, eða koma senn, að trúarleg eining komizt á í kirkju vorri. Það er nötur- leg fjarstæða, að þeir, sem um það eru sanunála, að kristindómurinn sé grundvöllur siðgæðis og velferðar, geti með engu móti komið sér saman um, hvað þessi kristindómur er! Ekki er það gott til afspurnar. Né væn- legt til víggengis. Öll kristin kirkja á einn sameiginleg- an ytri óvin; þar sem er hin tæknimagnaða, gróðagír- uga efnishyggja. Þar eru hennar réttu og óumflýjan- legu vígstöðvar. I stað þess að einbeita sér þar, telur hún sig hafa ráð á að eiga í þrotlausri horgarastvrjöld. Hún er þetta hugaðri en annað stríðsfólk. Það er mikil dirfska — dirfska, sem hefir þó skapað málstað liemiT ar milda óvirðingu, meðan svo er ástatt, liefir móther- inn lítið að óttast. I meira en hálfa öld liafa svæsnar trúmáladeilur sundrað frændum vorum vestan liafs. Nú virðist mjög draga til sátta með þeim. Þeir sjá, að sundrungin stefn- ir trúarlegum og þjóðlegum verðmætum þeirra í hættu. Slík hætta er engu minni liér heimafyrir, þótt hún steðji

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.