Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 69

Kirkjuritið - 01.12.1945, Side 69
Kirkjuritið. Tímamót. 355 En ef um sekt væri að ræða, liver er þá sú sekt? Sú, aS hinn ómyndugi hefir telcið sér vald hins mynduga. I riki lífsins er Krists-lundernið forsenda myndugleikans. í riki lífsins er góðleikur og trúmennska skilyrSi alls vaxtar og verndar. Þvert ofan í þessi opinberuSu og auS- skildu sannindi liafa menn öldum saman afrækt Krists- lunderniS. MeS ofurkappi hafa þeir hinsvegar rælct Lúcifer-lundernið — hnýsnina eftir þekkingu og mætti — meS þeim afleiSingum, sem umliSin styrjöld er gild heimild um. Um þessi efni virSist mér Einar skáld Benediktsson yrkja af djúpsærri andagift. MiSaS viS þaS, sem nú er framkomiS, hljóma orS hans eins og spámannleg fram- sýn: „Sá andi, sem fjötrast viS reynslu og' rök, er rangliverfa af brjóstsins innstu greind. Ljóshnýsna engilsins sálarsök og synd er: liann blindast á æSri reynd. Ei reiSi, en aumkvun vors eilífa herra vann ofvitinn himins, sem féll til liins verra, — meS kraftinn, sem evddist í öfugtök, meS augun, sem fyrirheitsströndin er leynd.“ Ennfremur „Ljósberinn óttast. Hann á ekki trúnaS. Hans andi á þekking, ei veizlubúnaS. Af hverri lians eg'gjun viS Edens-kyn vex aldin banvænt á lífsins meiS.“ Og' loks: „Loki veit. Hann slæSur sleit eitt sinn í guSaglaumi, og logann mikla leit. í dimmum draumi aS rökkurraumi varS regin eitt af himnasveit".

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.