Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 9

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 9
Kirkjuritið. Kletturinn og kirkjan. 189 Eitt stærsta augnablik veraldarsögunnar hefir runn- ið upp, hverfipunkurinn, sem ný óendanlega stórbrot- in framtíð á rætur sínar að rekja til. Lærðustu mönnum Gyðingalands gafst ekki þessi stund, né þetta augnablik. Vitneskja þessa mikla sann- leika ljómaði fyrst um sál og vitund óbrotins ólærðs alþýðumanns, sem án umsvifa og án allra skýringa birti öðrum það, sem liann hafði séð, og það, sem a‘ð lionum hafði verið hvíslað. Síðan liafa skammsýnir, skilningssljóir menn á æðri leyndardóma deilt um það, á hvern liátt liann hefði verið Guðssonur, hvort það liefði t. d. gerzt með þeim liætti, að hann liafði verið eingetinn o. s. frv. Simoni Pétri var gefin sú mikla gáfa að geta séð á örskjótu augnabliki líðandi stundar langt niður í djúp himneskra vísinda. Hann var gæddur þeim und- ursamlega hæfileika að geta hrifizt af tign og helgi þess guðdómlega og dýrðlega. Hugsum um Fariseana og fræðimenn Gyðinga ann- arsvegar. Það voru lærðir menn, gjörliugulir og vanir að velta fyrir sér þungum viðfangsefnum. Þeir sáu þar sem Jesús fór aðeins mann, sem hverjum bæri að vara sig á. Lækning lians á sjúku fólki á sjálfan sabbats- daginn var í augum þeirra saurgun helginnar, innblásin orð hans niðurbrot trúar og' siðgæðis, fagnaðarboðskap- ur hans til syndugra manna tákn þess, að hann gerði ekki mun á réttlátum og ranglátum. Og hinsvegar skulum við virða fyrir okkur Símon Létur. Hann var fátækur alþýðumaður, sem barðist fyrir afkomu sinni á bátskel á vatni Genesarets, órök- íastur, ólærður, ekki bundinn í báða skó af neinni íyrirfram sannfæringu, en með opinn, vakandi hug, sem speglað gat dul liinna mestu djúpa, og sál, sem var gædd barnslegri, heilli, óblandinni hrifningu fyrir l)ví háleita, því fagra og því stóra. eðli þess manns ætlaði Jesús að byg'gja kirkju

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.