Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 11

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 11
Kirkjuritið. Kletturinn og kirkjan. 191 á fætur annari mun liann koma og vitja þar kirlcju sinnar, þeirrar er býr innra með hverjum manni. Og hvar sem liann stígur sínum heilögu fótum taka grös að gróa, hamingja að blómgast, nýtt líf að skapast. Fyrir mátt hans fer endurleysandi kraftur um hverja þá manns- sál, sem hann nálgast. Sumum finnst þeir liafi endur- leystsl fyrir blóð hans, öðrum fyrir mátt orða lians, þeim þriðja fyrir fordæmið, sem hann gaf, og enn öðrum fyrir það eitt, að þeir fengu aðeins að snerta fald klæða hans örlitla stund. Þessu endurlausnarstarfi hans fyrir syndugan heim hefir þýzka skáldið Jakoh Wassermann lýst í lítilli helgisögu, á ógleymanlegan liátt. Sagan er á þessa leið í fám dráttum: I fyrndinni var uppi konungur, sem átti sér dóttur eina óvenju ófríða. Iiúð hennar var lirjúf sem á ó- argadýri og höfuðhár hennar sem fax á liesti. Kon- ungur blygðaðist sín fyrir dóttur sína og lét geyma hana innan vandlega læstra dyra. Er hún var gjaf- vaxta, fékk hann henni gjaforð og gaf þeim hús til í- búðar með sjöfaldri hurð fyrir. Þar var hún læst inni. Kóngsdóttir var mjög harmþrungin yfir þessari með- ferð og spurði sjálfa sig, liver hún væri sú synd, sem hún liefði drýgt, fyrst hún væri svo grátt leikin af eiginmanni og föður, svo hún jafnvel fengi hvorki að s.já sól né mána. En þá kom henni í liug, að hún hefði heyrt, að hinn alfullkomni væri kominn í lieiminn, hann væri hæli allra og endurlausnari frá kvöl og sorg. Og hún bað þess lieitt, að liann mætti heimsælcja sig. Og hinn alfullkomni vissi, að hugsanir liennar voru hreinar, og þar kom, að hann birtisl henni og sýndi henni heiðhjart hörund sitt. Við þá sýn gagntók sál hennar ákafur fögnuður, og ljóma sló um lijarta lienn- ar- Og á stund þessarar hrifningar skeði það, að höf- uðhár liennar varð mjúkt og' húð hennar heiðhjört. hví næst sýndi hinn alfullkomni henni ásjónu sina

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.