Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 12

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 12
192 P. Þ.: Kletturinn og kirkjan. Júlí-Okt. óhjúpaða, og óx þá hrifning hennar og fögnuður enn að mun. Andlit hennar sjálfrar uppljómaðist og varð forkunnar fagurt. Var þá horfinn vottur fyrra útlits. Loks sté hann fram í allri sinni tign og mikilleik, þá magnaðist gleði hennar enn, svo að ekkert á jarðríki líkist lienni að fegurð, og í liugskoti hennar varð bjart sem í engilsál. Á skáldlegan hátt er þvi lýst hér, hvílíkur endurleys- andi kraftur fylgir komu og nærveru liins alfullkomna — Krists. Til þess að öðlast heimsókn lians þarf liug- urinn að þrá hann heitt og innilega, og til þess að geta meðtekið lcraft þeirrar endurlausnar, sem frá honum streymir, þarf hjartað að gela fyllzt fögnuði og hrifn- ingu yfir því að líta heilagleik hans augum. í gegnum sjöfalda hurð liins liarðlæsta húss getur liann lagt leið sína, þar sem sál býr hlaðin sorg og sekt. Fyrir mátt dýrðar hans leysasl fjötur vanþroskans og þján- ingarinnar af barni veraldarinnar og álagahamur grimmustu örlaga nær af að falla hverjum þeim, sem á sér gáfu falslausrar hrifningar fju-ir því andlega og háleita og guðdómlega. Nýr maður fæðist, endurleystur frá kvöl, frá sorg, frá öllu því sem er lágt, og fagnar því að fá að lifa til þess að þjóna og elska. Um ár og aldir mun hinn alfullkomni lialda áfram að koma til einnar kynslóðar á fætur annarar; og meðan Guð allsherjar leggur vögguharninu í hrjóst undur- samlega gáfu hrifningarinnar, mun hann reisa kirkju sina á þessum óhrotgjarna kletti. Þar mun hún halda áfram að gnæfa traust, óbifanleg, hvernig sem straum- ur tímans veltur, þó brim ótal byltinga sogi og svarri. Rismiklir turnar bennar mæna inn í himininn, sem tákn um sigur andans yfir efninu, og frá ljómanum á altari hennar stafar sú hirta og ilur, sem allt lif og öll menning blómgast fyrst og fremst við. Páll Þorleifsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.