Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 13

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 13
Kirkjuritið. Prestastefnan 1947 Hin árlega prestastefna var haldin í Reykja- vik dagana 19. -20. júní. Hún hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Séra Björn Magnús- son dósent þjónaði fyrir altari, en séra Eirík- ur Eiríksson á Núpi prédikaði, og lagði út af Mk. 11. 22 - 23. Presta- stefnan sett. Að lokinn prédikun var altarisganga fyrir synodus- presta, sem séra Björn Magnússon og séra Eiríkur Eiríksson önnuðust. Prestastefnan var mjög fjölsótt að þessu sinni. Þar voru mættir auk biskups allir kennarar guðfræðideild- ar Háskólans, vígsluhiskupar báðir, en alls voru þar samankomnir 76 prestvígðir menn og einn guðfræði- kandidat. Við setningu prestastefnunnar, sem fram fór í Há- skólakapellunni, las biskup ritningarkafla og flutti bæn. Par aðstoðuðu dr. Páll ísólfsson og Þórhallur Árnason, cellóleikari, með samleik á celló og orgel. — Að því loknu var gengið til fundarstarfa. Að þessu sinni reyndist kennslustofa guðfræðideild- arinnar, sem oft áður liefir verið fundarstaður, ekki nogu rúmgóð, og var þvi prestastefnan flutt til 1. kennslustofu Háskólans, sem jafnframt er fyrirlestra- salur. Þar flutti biskup ávarp það og gaf skýrslu þá, sem hér fer á eftir. Kæru starfsbræður. Ávarp Mér hefir æfinlega verið það mikið gleði- biskups. efni að bjóða yður velkomna á presta- stefnu. Svo er það enn. Ég fagna því, að Pei’ eruð hingað komnir, og reynsla liðina ára gefur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.