Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 15

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 15
Kirkjuritið. Prestastefnan 1947. 195 kirkjusókn. En hitt veit ég jafnvel, að um trú — og kirkjumál liefir aldrei verið meira hugsað á íslandi, en á vorum dögum. Kirkjusókn er ekki einasti mæli- kvarðinn á trúmálaástand þjóðanna. Spyrjið um lmg- arfarið og lijartalagið. Er ekki til samúð og' lijálp- semi í þessu landi i ríkum mæli? Hvaðan á þetta tvennt fót sina að rekja? Eru það ekki áhrif kristindómsins og kirkjunnar? Þekkið þið marga afneitara í hænda- stétt, eða sjómannastétt? Sýnir æskulýður landsins kirkjunni óvináttuhug? Fy rir áratug var allmikil andúð liér Iijá oss í garð kirkju og kristindóms. Þá mátti heyra raddir afneit- unar. Þetta hefir hreyzt, þessar raddir eru lijaðnaðar og mér virðisl margt henda til ])ess, að ný og fögur kreyting sé enn i vændum. Ég veit að margir standa þögulir Iijá og óvirkir, eða gan,ga fram hjá kirkjunni. En vér eigum að brevla þessu. Hvernig getum vér gjört það? Ég veit með vissu, að þessi spurning er efst í huga yðar allra þeg- ai' þér komið liingað á prestastefnuna. Sennilega eru margar leiðir til þess. Ein er þó vafalaut bezt. Ivristur sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín“. Lenin á að liafa sagt: „Leyfið mér að tala við hörn- in í fimm ár og þá þarf ekki að seinka klukkunni minni“. En margir segja. Það er svo erfitt að ná í börnin og æskulýðinn. Mannfæðin — samgönguerfiðleikarnir og aðrar illar aðstæðnr. Hvernig á ég að ná i börnin og æskulýðinn? Kristur Iiefði aldrei spurt þessarar spurn- ingar. Presturin þarf ekki lieldur að spyrja. — Hann á heinar brautir til barnsins. Fólkið — foreldrarnir þrá að barnið fari til hans. Mér þykir vænt um að nú gjöra íslenzku prestarnir meira fyrir börnin en áður hér í Reykjavík og i mörgum öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.