Kirkjuritið - 01.07.1947, Qupperneq 17
Kirkjuritið.
Prestastefnan 1947.
197
Hálsi og prófasti í Þingeyjarprófastsdæmi, séra Ófeigi Vigfús-
syni f. presti í Fellsmúla á Landi og prófasti i Rangárvalla-
prófastsdæmi og séra Bjarna Hjaltested, er um skeið var aö-
stoSarprestur við Dómkirkjuna i Reykjavík.
Sérci Ásmundur Gíslason ’var fæddur aS Þverá í Dalsmynni
1 S.-Þingeyjarsýslu 21. ágúst 1872. Foreldrar lians voru Gísli
Asmundsson bóndi þar og kona hans Þorbjörg Ásgeirsdóttir.
Var Gísli bróSir hins þjóðkunna gáfumanns Einars i Nesi.
Séra Ásmundur útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla vorið 1892
en úr prestaskólanum 1894. Hann vígSist 25. ágúst 1895, sem
aðstoSarprestur til séra GuSmundar Helgasonar að BergstöSum
°g voru veittir Bergstaðir árið eftir. ÁriS 1904 var honum veitt-
ur Háls i Fnjóskadal og var prestur þar lil 1. júní 1936, er liann
lét af preststörfum og fluttist til Reykjavíkur. Hann var kvrent-
ur Önnu Pétursdóttur frá Vestdal á Seyðisfirði hinni ágætustu
konu, en hún andaðist 1936.
Hann var prófastur í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi frá 1913
—1936.
Séra Ásmundur var góðum gáfum gæddur eins og hann
atti kyn til, vinsæll i söfnuðum sínum og sveit og gegndi þar
niorgum trúnaðarstörfum. Hann var orðhag'ur og vel ritfær,
°g komu út eftir hann á síðastliðnu ári skemmtilegar og fróð-
K'gar endurminningar, er hann nefndi „Á ferð“. Hann and-
aðist liinn 4. febrúar siðastliðinn eftir stutta legu.
Séra Ásmundur mun verða talinn meðal liinna merkustu
Presta sinnar tíðar. Hann var einlægur trúinaður og' samvizku-
samur og dugandi embættismaður.
1 yrir hönd kirkjunnar og vor allra flyt ég honum þakkir
^yrir vel unnin störf í þág'u kirkjunnar og bið yður að rísa
Ur sætum og votta lionum þannig virðingu yðar og þökk.
Séra Ófeigur Vigfússon var fæddur i Framnesi á SkeiSum
• Julí 1865, sonur Vigfúsar Ófeigssonar bónda þar og konu
'ans Margétar Sigurðardóttur frá Arnarbæli í Grímsnesi.
ann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla vorið 1890, en lauk
cmbættisprófi við Prestaskólann 1892. Hinn 16. júlí 1893
ygðist liann prestur að Efri-Holtaþingum en 24. nóvember
anð 1900 var honum veitt Landsprestakall i Rangárvalla-
Prófastsdæmi og gegndi þvi starfi til fardaga 1941, er hann
,e, lausn frá prestsskap eftir að liafa verið þjónandi prestur
1 rslenzku kirkjunni i 48 ár. Hin síðari ár liafði hann aðstoð-
arPrest, son sinn, séra Ragnar Ófeigsson.
kvæntur Ólafíu Ólafsdóttur alsystur séra Ólafs sál.
fríkirkjuprests, hinni mætustu konu, en liún and-
var
Ólafssonar