Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 28

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 28
208 Prestastefnan 1947. Júlí-Okt. völdu lög í Björgvin Guðmundsson, dr. Páll ísólfsson og Sigurð- ur Birkis. Kirkjuráðið gaf bókina út fjölritaða, og hcfir iiún þegar verið send sóknarnefndum þeim, er hana hafa viljað eignast. í bók þessari eru alls 97 lög. Má yfirleitt segja, að hún sé mikill fengur fyrir alla þá, sem kirkjusöng unna i landinu. Ættu prestar landsins eigi aðeins sjálfir að eignast þessa bók, heldur einnig að sjá um að hún sé til við hverja kirkju og livetja söngelsk heimili til að eignast hana. Bókin fæst á skrif- stofu minni og kostar óbundinn kr. 25.00 en kr. 40.00 i bandi. Af kirkjulegum fundum og kristilegum mótum vil ég einkum nefna þessa: Aðalfundur Prestafélags íslands var háður í Reykjavík 19. júní 1940. Var stjórn félagsins öll endurkosin en formaður hennar er prófessor Ásmundur Guðmundsson. Fund- ir hafa einnig verið haldnir í deildum félagsins úti um land. Fundnr presta og kennara i Skagafirði var lialdin á Sauðár- króki 19. október. Kristilegt mót var lialdið i Vatnaskógi 22.- 25. júní 1946 að tilhlutan trúboðsfélaganna i Reykjavík. Ennfremur kristilegt mót að Brautarhóli í Svarfaðardal dagana G. - 7. júlí fyrir íor- göngu kristniboðsfélags kvenna á Akureyri. Fjölmennir kristilegir æskulýðsfnndir hafa einnig verið haldn- ir á árinu bæði liér í Reykjavík og á Akureyri. K. F. U. M. og K. í Reykjavík hefir starfað með svipuðum hætti og undanfarin ár. Þó varð allmikil truflun á starfi félagsins vegna þess, að bús þess skemmdist allverulega í eldsvoða á síðastliðnum vetri, en nú hefir það hlotið viðgerð og er aftur tekið í notkun. Kirkjublaðið og Kirkjuritið liafa komið út á árinu með svip- uðum hætti og undanfarið. Nýtt tímarit um trúmál, er nefnist Víðförli, hóf göngu sína á þcssu ári og hafa komið út tvö hefti af ritinu. Af öðrum bókum kirkjuleg's og trúarlegs efnis skal hér drepið á, auk Sálmasöngsviðbætisins, sem jiegar hefir verið getið, sálmasafnsins: Syng Gnði dýrð, eftir Valdimar V. Snæv- varr fyrrv. skólastjóra. 1 þessu sambandi vil ég einnig minna prestana á bókina Rit og Ræður eftir séra Jón Bjarnason, er gefin var út á aldarafmæli séra Jóns af Hinu evangelisk- lúterska kirkjuféags ísendinga í Vesturheimi, vandað rit, sem aliir prestar ættu að eignast. Aðeins fá einlök hafa verið send hingað og fást þau á biskupsskrifstofunni. IJagana 4. - 8. júlí vísiteraði ég Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.