Kirkjuritið - 01.07.1947, Qupperneq 37
KirkjuritiB. Séra Brynjólfur Magnússon. 217
rúmslofti kristilegrar trúar og' guðrækni. Og liann
minntist snemma, sér til ómetanlegrar blessunar á lífs-
leiðinni, hinnar gömlu áminningar postulans: „Varð-
veittu það liið góða, sem þér hefir verið trúað fyrir“.
hyrir því gaf hann ungur Jesú Kristi hjarta sitt. Kristur
var honum lífið sjálft, Guðssonurinn, sem opinberaði
úýrð Guðs, frelsarinn, sem leysti menn úr fjötrum
syndar og dauða til frelsis dýrðar Guðs barna. Og það
var eflaust þessi lifandi trú guðsbarnsins, sem á sín-
Urn tíma réði úrslitunum í baráttu hans milli liinna
tveg^ja æfistarfa og kallaði hann til þjónustunnar i
kirkju Jesú Krists.
En það þjónsstarf leysti hann af hendi með sannri
sseind þau 37 ár, sem hann hafði það með liendi. Hér
gekk að verki í senn einlægur þjónn Drottins og á-
hugamikill þjónn íslenzkrar kirkju, sem gladdist yfir
g°fgi starfs síns, og lét erfiðleika þess aldrei aftra sér.
bungamiðja allrar kenningar hans var Jesús Kristur.
^ð auka dýrð Iians í augum safnaðanna og vald lians
1 lijörtum þeirra, það var takmark hins þróttmikla
P' edikara, sem í 37 ár bar honum vitni með þeim inni-
leik og sannfæringarkrafti, þeirri djörfung og stefnu-
lestu, sem lengi mun í minnum liöfð með þeim, sem
þessa nutu. Með auðmjúkri bæn um að máttur Guðs
Uiætti fullkomnast i veikleika hans, liafði hann tekið
° sei' þjónustu sáttargjörðarinnar, og þann boðskap
et hann aldrei niður falla. Reyndist liann jafnframt,
a hinum mörgu embættisárum sínum, liinn ágætasti
siarfsmaður íslenzkrar kirkju og tryggur sonur lienn-
sem í hvívetna vildi viðgang hennar og' eflingu.
ar samvizkusemi lians í öllum embættisstörfum við
Uugðið og embættisfærsla öll með afbrigðum. Aufúsu-
®^stur var hann á heimilum sóknarharna sinna, ekki
eins við húsvitjanir, sem hann rækti með sérstakri
qUo, heldur á öllum sorgar og gleðistundum þeirra.
M það var ekki aðeins bláköld embættisskyldan, held-
15*