Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 38

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 38
218 Hálfdán Helgason: Júlí-Okt. ur jafnframt einlæg ást hans til íslenzkrar kirkju, sem kallaði liann til ósérhlífins málssvara hennar á heim- ilum og utan heimila, sem á opinberum funduin og manna á meðal. Við andlát séra Brynjólfs Magnússonar er því skarð höggvið í fylkingu íslenzkrar prestastéttar. íslenzk kirkja harmar burtför þessa góða sonar síns og ágæta starfsmanns og þakkar honum ósíngjarnt starf í henn- ar þágu. Vér bræður lians í prestastétt munum sakna lians úr vorum lióp, minnugir hróðurlegs viðmóts lians á fundum vorum og lifandi áhuga fyrir málum þeirrar stofnunar, sem vér allir þjónum. Og söfnuðum hans báðum, einstaklingum þeirra, ungum, fullorðnum og gömlum, hefir vissulega runnið til rifja að líta þannig „ríki dauðans innst í Droltins húsi“ og harmar nú burtför hirðis síns og hollvinar, hins trúfasta þjóns Drottins. Svo hvili liann í Dxottins friði. Hálfdan Helgason. SÉRA ÓLAFUR MAGNIJSSON PRÓFASTUR frá Arnarbæli andaðist að lieimili sínu, Öxnalæk í Ölfusi, 12. ágúst. Minningargrein um hann mun birt í næsta hefti Iíirkju- ritsins. GÍSLI SVEINSSON sýslumaður hefir verið skipaður sendiherra íslands i Noregi og er nú alfluttur til Osló. Hann hefir verið kirkjuráðsmaður í áratug og iátið kirkjumál mjög til sín taka bæði á Alþingi og annars staðar. Að bans hvötum hófust hinir almennu kirkju- fundir, svo sem lesendum Kirkjuritsins mun kunnugt, og hef- ir hann unnið manna mest að þeim fundarliöldum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.