Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 39

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 39
Kirkjuritið. Allsherjarþing lúterskra kirkna í Lundi. I. Allsherjarþing lúterskra kirkjufélaga var lialdið í Lundi 30. j úní til 6. júlí, að báðum dögum meðtöldum. Vorum við þar fulltrúar þjóðkjrkjunnar á fslandi, dr. Sigur- geir Sigurðsson biskup og ég, en frikirkjunnar i Reykja- vík séra Árni Sigurðsson. Auk þess voru þau gestir á þinginu: Guðrún Pétursdóttir biskupsfrú, frú Bryndís Þórarinsdóttir og séra Sigurður Pálsson. Petta þing er þáttur í samvinnuhreyfingu innan kirkj- Unnar, sem Iiófst snemma á 20. öldinni og þeir studdu nin liríð manna bezt Charles Brent biskup í Vestur- heimi og Nathan Söderhlom erkibiskup Svía. Vakti einkum fyrir að efla einingu kirkjunnar i því, er lýtur nÖ trú og skipulagi, lífi og starfi. Og hafa nokkur þing verið haldin á fárra ára fresti i þessu skyni, nema á stríðsárunum síðustu. Var nú þetta fyrsta allsherjar kirkjuþing lúterskra manna eftir strið. íslendingum var gefinn kostur á að senda þangað 5 fulltrúa, og var það miklu hærri tala lilutfallslega en nokkurri annari þjóð var ætluð. Mun því einkum hafa valdið, að fsland er nú stórum kunnara þjóðum heimsins en var fyrir aokkurum árum og alviðurkennt frjálst og fullvalda 'iki, og auk þess var þáttlaka þjóðkirkju okkar mikil a lúterska kirkjuþinginu i Kaupmannahöfn 1929, sem telja má beinan undanfara þessa þings. Pingið var mjög rækilega undirbúið, og unnu að því yftisir kirkjuhöfðingjar og vísindamenn, svo sem Erling

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.